Berjabaka – kjörin með kaffinu beint úr ofninum

 

Berjabaka kjörin með kaffinu fljótleg fljótlegt kaffimeðlæti frosnir ávextir kókosmjöl einfalt Kristín Pétursdóttir
Berjabaka – kjörin með kaffinu beint úr ofninum

Berjabaka

Í þessa böku má nota hvaða frosnu ávexti sem er og þessvegna bæta við niðurskornum rabarbara. Hún er kjörin með kaffinu þegar gesti ber að garði með skömmum fyrirvara. Svipuð hugmynd og með rabarbarapæið góða.

RABARBARAPÆ —  LISTAHÁSKÓLINNÁVEXTIR

.

Ávaxtabaka Vala Kristín eiríksdóttir Katrín Halldóra sigurðardóttir Ólafur Ásgeirsson albert halldórsson baltasar þuríður Blær jóhannsdóttir baltasar Breki halldóra rut baldursdóttir kristín pétursdóttir dominique gyða sigrúnardóttir Eysteinn sigurðarson sigrúnardóttir Marsibil bragadóttir Listaháskólinn leiklistarnemar leikarabraut
Á myndinni eru nýútskrifaðir leikarar frá Listaháskólanum. Vala Kristín, Katrín Halldóra, Ólafur, Albert, Blær, Breki, Kristín, Halldóra Rut, Dominique, Marsibil og Eysteinn.

Berjabaka

2-3 b frosnir ávextir
10 döðlur
100 g smjör
1 dl matarolía
1 dl sykur
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 msk kókosmjöl
smá salt
2 egg

Setjið berin í eldfast form, saxið döðlurnar og dreifið þeim yfir. Bræðið smjör í potti, bætið olíu, sykri, hveiti, lyftidufti, kókosmjöli og salti saman við og hrærið. Svo í lokin fara eggin saman við og deiginu er hellt yfir berin. Bakið við 175° í um 25 mín.

.

RABARBARAPÆ —  LISTAHÁSKÓLINNÁVEXTIR

— BERJABAKAN GÓÐA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave

Matur sem má borða með fingrunum

Matur sem má borða með fingrunum. Hver kannast ekki við að vera í veislu eða á veitingastað og langa til að nota guðsgafflana í staðinn fyrir hnífapörin? Það er ýmislegt sem við megum nota puttana við og er jafnvel æskilegra að nota þá en hnífapörin. Það er ákveðin stemning því samfara að nota fingurna. Það getur verið æskilegt að gestgjafi láti vita þegar hann býður heim hvað hann ætli að hafa svo fólk geti gert ráðstafanir eða komi ekki af fjöllum. Við viljum síður mæta í okkar fínasta og dýrasta dressi og eiga von á því að eitthvað slettist á okkur. Ef boðið er upp á mat sem gestir kunna ekki að „eiga við” þá er ágætt að hafa örstutta sýnikennslu. Munið bara að hafa vel af servíettum eða blauttuskum.

Vegan Brownies

Vegan Brownies. Í listamannaíbúðinni á Skriðuklaustri hittum við Evu Halldóru, Þorvald og Hallveigu sem þar dvelja og sinna listinni af mikilli ástríðu. Í veðurblíðunni á Austurlandi í sumar eru þau búin að afreka fjölmargt og skoða sig um. Í þessum brownies eru hvorki egg né mjólkurvörur.

Gerbollubrauðhleifur

Gerbollubrauðhleifur. Það er ótrúlega töff að bera fram stóran hleif af brauðbollum. Hann sómir sér vel á hlaðborði og öllum líkar vel við heimabakað brauðmeti.