Berjabaka – kjörin með kaffinu beint úr ofninum

 

Berjabaka kjörin með kaffinu fljótleg fljótlegt kaffimeðlæti frosnir ávextir kókosmjöl einfalt Kristín Pétursdóttir
Berjabaka – kjörin með kaffinu beint úr ofninum

Berjabaka

Í þessa böku má nota hvaða frosnu ávexti sem er og þessvegna bæta við niðurskornum rabarbara. Hún er kjörin með kaffinu þegar gesti ber að garði með skömmum fyrirvara. Svipuð hugmynd og með rabarbarapæið góða.

RABARBARAPÆ —  LISTAHÁSKÓLINNÁVEXTIR

.

Ávaxtabaka Vala Kristín eiríksdóttir Katrín Halldóra sigurðardóttir Ólafur Ásgeirsson albert halldórsson baltasar þuríður Blær jóhannsdóttir baltasar Breki halldóra rut baldursdóttir kristín pétursdóttir dominique gyða sigrúnardóttir Eysteinn sigurðarson sigrúnardóttir Marsibil bragadóttir Listaháskólinn leiklistarnemar leikarabraut
Á myndinni eru nýútskrifaðir leikarar frá Listaháskólanum. Vala Kristín, Katrín Halldóra, Ólafur, Albert, Blær, Breki, Kristín, Halldóra Rut, Dominique, Marsibil og Eysteinn.

Berjabaka

2-3 b frosnir ávextir
10 döðlur
100 g smjör
1 dl matarolía
1 dl sykur
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 msk kókosmjöl
smá salt
2 egg

Setjið berin í eldfast form, saxið döðlurnar og dreifið þeim yfir. Bræðið smjör í potti, bætið olíu, sykri, hveiti, lyftidufti, kókosmjöli og salti saman við og hrærið. Svo í lokin fara eggin saman við og deiginu er hellt yfir berin. Bakið við 175° í um 25 mín.

.

RABARBARAPÆ —  LISTAHÁSKÓLINNÁVEXTIR

— BERJABAKAN GÓÐA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Salat með andakjöti

Salat með andakjöti. Salat eins og þetta getur auðveldlega verið aðalréttur. Það er fleira matur en feitt kjöt. Æskilegt er að fólk borði meira grænmeti, það er því kjörið að bera fram grænt salat eins og þetta með ekki of miklu af kjöti

SaveSave

Kúrbítsrúllur með kasjúhnetu/rauðrófu/ fyllingu

Emjað í Eyjafirðinum. Innarlega í Eyjafirðinum er veitingastaðurinn Silva. Þar er einstaklega góður matur og fallegt umhverfi. Þar fengum við kúrbútsrúllur og emjuðum af ánægju. Kristín eigandi staðarins gaf mér góðfúslega uppskriftina til að birta hér

Matarmikil fiskisúpa

Fiskisupa

Matarmikil fiskisúpa. Mikið er gott að fá sér bragðgóða, matarmikla fiskisúpu á köldu vetrarkvöldi. Stundum heyrist að súpa sé nú ekki matur... alltaf frekar einkennilegt því góð súpa er virkilega góður matur. Það er kjörið að útbúa súpuna með smá fyrirvara og setja fiskinn svo rétt áður en hún er borin fram.

Pestó – grunnuppskriftin

Pestó

Það er mikill munur á heimagerðu pestói og því sem fæst í matvörubúðum - ætli megi ekki segja að það sé himinn og haf á milli. Til eru fjölmargar útgáfur af pestói og engin ein sem er "réttust". Pestó er einstaklega gott með kexi, brauði og ostum. Eins og með arfapestóið má setja sólblómafræ með furuhnetunum til helminga. Hef séð nokkrar uppskriftir þar sem valhnetur eru notaðar.