Bounty terta – eiginlega alveg sjúklega góð

5
Bounty terta
Bounty terta
Auglýsing
Baunty terta, hráterta, kaka, súkkulaði, raw food Bounty erta – bántí eiginlega alveg sjúklega góð chili einföld terta gott að gera daginn áður Bountyterta Bountykaka með súkkulaði döðlurkókosmjöl kókosolía kasjúnnetur rifinn börkur af einni appelsínu appelsína appelsínubörkur vanilla
Bounty terta

Bounty terta

Uppáhaldsnammið mitt þegar ég var lítill var Bounty og uppáhaldið mitt í Mackintoshinu voru kókosmolarnir. Núna finnst mér það helst til of sætt og smakka sjaldan. En hvað um það, þessi terta er aftur á móti mjög góð, eiginlega alveg sjúklega góð. Hrátertur eins og þessi eru oft betri daginn eftir, gott að hafa í huga ef þið eruð í tímahraki. Og smá leyni í lokin, það er mjög gott að setja smá chili saman við botninn (framan á hnífsoddi eins og sagt var í gamla daga).

— HRÁTERTUR — BOUNTYKAFFIMEÐLÆTIMACKINTOSH

Auglýsing

.

Bounty terta

1 b döðlur
2 1/2 b kókosmjöl
1/4 b brædd kókosolía
1/2 b kasjúnnetur
rifinn börkur af einni appelsínu
1 tsk vanilla
1/3 salt

krem:
100 g dökkt gott súkkulaði
2 msk kókosolía.

Skerið döðlurnar frekar smátt og leggið í bleyti ásamt kasjúhnetum í um 20 mín.
Hellið vatninu af og maukið í blandara.
Bætið við kókosolíu, kókosmjöli, appelsínuberki, vanillu og salti og blandið áfram í stutta stund.
Setjið kringlótt mót á tertudiski, þrýstið „deiginu” þar í.

Bræðið súkkulaði og kókosolíu yfir vatnsbaði og hellið yfir tertuna. Kælið í nokkra klukkustundir eða yfir nótt.

.

— HRÁTERTUR — BOUNTYKAFFIMEÐLÆTIMACKINTOSH

.

Fyrri færslaBerjabaka – kjörin með kaffinu beint úr ofninum
Næsta færslaTómatbaka með Dijon

5 athugasemdir

  1. Hæ,ertu að tala um að flysja appelsínuna og nota allann börkinn 🙂 mbk Þórhildur

Comments are closed.