
Bounty terta
Uppáhaldsnammið mitt þegar ég var lítill var Bounty og uppáhaldið mitt í Mackintoshinu voru kókosmolarnir. Núna finnst mér það helst til of sætt og smakka sjaldan. En hvað um það, þessi terta er aftur á móti mjög góð, eiginlega alveg sjúklega góð. Hrátertur eins og þessi eru oft betri daginn eftir, gott að hafa í huga ef þið eruð í tímahraki. Og smá leyni í lokin, það er mjög gott að setja smá chili saman við botninn (framan á hnífsoddi eins og sagt var í gamla daga).
— HRÁTERTUR — BOUNTY — KAFFIMEÐLÆTI — MACKINTOSH —
.
Bounty terta
1 b döðlur
2 1/2 b kókosmjöl
1/4 b brædd kókosolía
1/2 b kasjúnnetur
rifinn börkur af einni appelsínu
1 tsk vanilla
1/3 salt
krem:
100 g dökkt gott súkkulaði
2 msk kókosolía.
Skerið döðlurnar frekar smátt og leggið í bleyti ásamt kasjúhnetum í um 20 mín.
Hellið vatninu af og maukið í blandara.
Bætið við kókosolíu, kókosmjöli, appelsínuberki, vanillu og salti og blandið áfram í stutta stund.
Setjið kringlótt mót á tertudiski, þrýstið „deiginu” þar í.
Bræðið súkkulaði og kókosolíu yfir vatnsbaði og hellið yfir tertuna. Kælið í nokkra klukkustundir eða yfir nótt.
.
— HRÁTERTUR — BOUNTY — KAFFIMEÐLÆTI — MACKINTOSH —
.


Hæ,ertu að tala um að flysja appelsínuna og nota allann börkinn 🙂 mbk Þórhildur
Já rífa börkinn með rifjárni og nota allan börkinn
Takk 🙂
Er hægt að nota hunang í staðinn fyrir agave? 🙂
já já 🙂
Comments are closed.