Ísostaterta

 

Ísostaterta makkarónukökur rjómaostur ís ísterta kaka eftirréttur MONT BLANC MUNDO
Ísostaterta

Ísostaterta

Mont Blanc gönguhópurinn minn hittist á dögunum og borðaði saman. Bráðsniðug matarboðin þar sem allir koma með rétti – allir bjóða öllum í mat. Heiðurshjónin Guðlaug og Þorleifur sáu um eftirréttinn sem birtist upphaflega í Gestgjafanum.

.

ÍSTERTURMAKKARÓNURPÁLÍNUBOÐ

.

Ísostaterta

1 poki makkarónukökur
175 g smjör, brætt
1/3 tsk salt

Myljið makkarónukökurnar, bætið við salti og smjörinu. Blandið vel saman og setjið í botninn á meðastóru smelluformi.  Þéttið vel.

Fylling

300 g rjómaostur
200 g flórsykur
1/2 l rjómi, þeyttur

þeytið rjómaost og flórsykur saman. Blandið þeyttum rjóma varlega saman við. Setjið ofan á botninn í smelluforminu, jafnið vel og látið í frysti. Fyllingin á að frjósa alveg í gegn áður en lengra er haldið.

Krem

1 ds sýrður rjómi
200 g gott dökkt súkkulaði
ber til skreytingar.

Bræðið súkkulaðið og blandið saman við sýrða rjómann. Takið kökuna úr frysti og losið hana úr forminu. Best er að leggja formið ofan á sjóðandi heitan klút í stutta stund en við það ætti kakan að losna auðveldlega úr forminu . Setjið kökuna á kökudisk og smyrjið kreminu á hana á meðan hún er frosin. Skreytið með berjum. Setjið kökuna aftur í frysti ef bið er á að hún verði borin fram. Takið hana úr frysti 30 mín fyrir framreiðslu.

Ísostaterta

.

ÍSTERTURMAKKARÓNURPÁLÍNUBOÐ

ÍSOSTATERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek. Bergdís frænka mín var nýlega í Amsterdam og fékk dýrindis möndluklatta á kaffihúsi einu. „Þegar ég borðaði klattann rifjaðist upp fyrir mér að í þau tvö fyrri skipti sem ég hef komið til Hollands þá var ég sérstaklega hrifin af þessum klöttum.

Snyrtimennskufyrirlestur

Snyrtimennskufyrirlestur. Fékk þá ögrandi áskorun að tala um snyrtimennsku við Round Table pilta. Farið var mjög vítt um snyrtimennsku auk þess spjallað um kurteisi, borðsiði, mannasiði og fleira. Þó snyrtimennska sé mun meiri en var á árum áður, þá er eitt og annað sem þarf að ræða reglulega og ýmislegt breytist með árunum. Eðlilega vakna ýmsar spurningar hjá jafn líflegum hópi: Finnst okkur í lagi að Þjóðverjar snýti sér við matarborðið? Hversu lengi á handaband að standa? Eiga karlmenn að fara í hand- og fótsnyrtingu? Er í lagi að bora í nefið í bílnum? Kyssum við á kynnina við fyrstu kynni? Svo var talað um skóburstun, andremmu, óhreina sokka, hálstau, fatnað, táfýlu, aðferðir til að bæta hjónalífið og líkamshár svo eitthvað sé nefnt. Einstaklega líflegur hópur og líflegar umræður.