Ísostaterta

 

Ísostaterta makkarónukökur rjómaostur ís ísterta kaka eftirréttur MONT BLANC MUNDO
Ísostaterta

Ísostaterta

Mont Blanc gönguhópurinn minn hittist á dögunum og borðaði saman. Bráðsniðug matarboðin þar sem allir koma með rétti – allir bjóða öllum í mat. Heiðurshjónin Guðlaug og Þorleifur sáu um eftirréttinn sem birtist upphaflega í Gestgjafanum.

.

ÍSTERTURMAKKARÓNURPÁLÍNUBOÐ

.

Ísostaterta

1 poki makkarónukökur
175 g smjör, brætt
1/3 tsk salt

Myljið makkarónukökurnar, bætið við salti og smjörinu. Blandið vel saman og setjið í botninn á meðastóru smelluformi.  Þéttið vel.

Fylling

300 g rjómaostur
200 g flórsykur
1/2 l rjómi, þeyttur

þeytið rjómaost og flórsykur saman. Blandið þeyttum rjóma varlega saman við. Setjið ofan á botninn í smelluforminu, jafnið vel og látið í frysti. Fyllingin á að frjósa alveg í gegn áður en lengra er haldið.

Krem

1 ds sýrður rjómi
200 g gott dökkt súkkulaði
ber til skreytingar.

Bræðið súkkulaðið og blandið saman við sýrða rjómann. Takið kökuna úr frysti og losið hana úr forminu. Best er að leggja formið ofan á sjóðandi heitan klút í stutta stund en við það ætti kakan að losna auðveldlega úr forminu . Setjið kökuna á kökudisk og smyrjið kreminu á hana á meðan hún er frosin. Skreytið með berjum. Setjið kökuna aftur í frysti ef bið er á að hún verði borin fram. Takið hana úr frysti 30 mín fyrir framreiðslu.

Ísostaterta

.

ÍSTERTURMAKKARÓNURPÁLÍNUBOÐ

ÍSOSTATERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.