Pipplingar. Í öðru sæti í smákökusamkeppni Kornax varð þessi mjúka súkkulaðikaka með piparmyntubragði og örlitlum sítrónukeim. Í umsögn dómara heyrðist meðal annars þetta:
“Piparmyntubragðið mátulegt, snilld að hafa sítrónu með í uppskriftinni. Það skilaði sér mjög vel” “Piparmyntusúkkulaði og jarðarber eiga auvitað alltaf vel saman. Frágangur snyrtilegur”
“Passlegt myntubragð, bragðgóður botn og skemmtilegt mótvægi í ávöxtunum”
“virkilega góð samsetning og góð kaka”
Pipplingar
90 g smjör
190 g sykur
1 egg
40 g kakó
200 g hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
100 g dökkt súkkulaði
Karamellufylling:
25 g smjör
1/2 dl. rjómi
200 g Pipp
1/2 sítróna
súkkulaði til að hjúpa.
Karamella:
Hitið ofn í 180°C yfir og undirhita.
Byrjið á karamellufyllingunni. Smjör, rjómi og pipp er sett í pott og leyft að malla þar til að karamella myndast. Fylgist vel með og hrærið til að karamellan festist ekki við. Leyfið henni að kólna í smá stund.
Takið hálfa sítrónu og kreistið safann úr henni í karamelluna. Það er smekksatriði hversu mikill safi er settur, en ég mæli þó með að láta meira en minna. Eftir að sítrónunni hefur verið bætt við er karamellan sett í sprautupoka og í kæli.
Kökur:
Á meðan karamellan kólnar eru smákökubotnarnir gerðir. Byrjið á því að hræra smjör og sykur vel saman. Þegar að blandan er orðin mjúk og létt er egginu bætt við, svo er kakóinu blandað saman við. Passið að skafa niður af hliðunum inn á milli. Þegar búið er að blanda kakóinu við er þurrefnum bætt við, lyftiduft, hveiti og salt.
Þegar að öllu hefur verið blandað saman þá er súkkulaðið skorið í smáa bita og bætt útí.
Setjið smjörpappír á ofnplötu. Þegar kökurnar eru gerðar skal miða við að magnið í einni köku sé eins og í einni teskeið. Bakið í u.þ.b. 8 mín. Alls ekki baka of lengi, við viljum halda í mýktina, frekar baka þær aðeins minna.
Þegar kökurna eru búnar að kólna, er karmellan sótt í kæli. Karmellan er sett á botnin á smákökunum, eins og á sörum. Að lokum er hún hjúpuð með bræddu súkkulaði og skellt í kæli.
Í þriðja sæti í keppninni í ár urðu heslihnetukaramellukökur
Höfundur Pipplinga Ástrós Guðjónsdóttir er lengst til hægri