Steinakökur – 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015

Steinakökur – 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015

Steinakökur. Eitt af mörgu skemmtilegu sem á fjörur mínar rekur er að dæma í smákökusamkeppni Kornax. Í ár var fjölbreytni áberandi. Fjögurra manna dómnefnd bragðaði á tæplega 150 tegundum sem allar voru góðar. Við tókum svo frá um 30 tegundir sem við smökkuðum á aftur og gáfum einkun. Samdóma álit dómnefndar var að Steinakökur ættu fyrsta sætið skilið.

Meðal þess sem heyrðist frá dómnefndinni var þetta: “Mikið jafnvægi í bragði, flott útlit og góð samsetning” “Ekki of sæt, gott að hafa pekanhnetur með og frágangur til fyrirmyndar”
“Góð hráefni, samsetning góð og eftirbragðið tónaði vel”
“Algjör sæla fyrir bragðlaukana. Stökkur súkkulaðibotn með “krönsí” kókostoppi. Kaka sem ég myndi baka aftur og aftur”

Steinakökur

230 g súkkulaðidropar

3 msk mjúkt smjör

2 egg

1/3 + 3 msk sykur

1/2 tsk vanilludropar

100 g hveiti

1/2 tsk lyftiduft

Toppur:

1 b niðursoðin mjólk (evaporated milk)

1 b sykur

3 eggjarauður

1/2 b mjúkt smjör

1 tsk vanilludropar

1 1/3 b kókosmjöl, ristað í ofni eða á pönnu

1 1/4 b pekanhnetur, saxaðar

140 g bræddir hjúpdropar, ljósir.

Hitið ofninn í 180°C.
 Bræðið saman smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði, hrærið í.

Hrærið saman egg, vanilludropa og sykur í skál, leggið til hliðar.

Hrærið saman hveiti og lyftiduft.

Setjið nú kælt súkkulaði og smjör saman við eggjablönduna og bætið því næst hveitiblöndunni við.

Setjið deig í ísskáp í ca. 10-15 mínútur.

Setjið smjörpappír á bökunarplötu

Setjið með teskeið á klædda bökunarplötu og bakið í ca. 10 mínútur.
Aðferð toppur:

Dósamjólk, sykur, eggjarauður og smjör sett í skaftpott og hitað við meðalhita, hrært þar til þykknar (ca.12 mínútur).

Takið af hitanum og bætið vanilludropum, ristuðu kókosmjöli og pekanhnetum við og hrærið saman.

Kælið í nokkrar mínútur eða þar til hægt er að smyrja ofan á kökurnar.

Skreytið með bræddum dökkum eða ljósum hjúp.

Geymið í kæli í góðu boxi.

Kornax smákökusamkeppni Andrea Ida Jónsdóttir

Vinningshafarnir í smákökusamkeppni Kornax 2015. Andrea Ida Jónsdóttir er í miðjunni, hún sendi inn Steinakökur. Steini er bróðir hennar og hann var MJÖG duglegur að smakka smákökurnar (alveg óbeðinn).

smákökusamkeppni Kornax 2015 smákökusamkeppni Kornax 2015

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu. Heiðurshjónin Kristján og Guðrún Hulda, betur þekkt meðal vina sinna sem Krissi og Gúddý, héldu ægifína veislu á dögunum. Hún sá um forréttinn og eftirréttinn og hann sá um að grilla. Þau hjónin voru í Toskana á Ítalíu á síðasta ári og fóru í eftirminnilega vínsmökkunarferð, þar kipptu þau með sér borðvíninu sem drukkið var með herlegheitunum.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Cordon Bleu a la Pabbi – Ari Ólafs söngvari

Cordon Bleu a la Pabbi. Ari Ólafsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn með laginu Our Choice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Röddin er ekki bara glæsileg, heldur hefur hann óvenjulegt raddsvið upp á háaloft og niður í kjallara, en fólk hefur ekki síður heillast af framkomu hans og einstakri útgeislun. Ég spurði Ara hver væri uppáhaldsmaturinn hans. Hann sagðist ekki enn vera mikill kokkur, en Cordon bleu, „eins og pabbi gerir“ væri í algjöru uppáhaldi.

Frosin bleik ostaterta – toppterta

Frosin bleik jarðarberjaterta Frosin bleik ostaterta. Á sunnudaginn voru hér nokkrar prúðbúnar dömur í árlegu kaffiboði. Slíkar kaffikvennasamkundur eru kjörinn vettvangur til að prófa nýjar tertur. Sem betur fer lukkast þær flestar vel en auðvitað kemur fyrir að ein og ein er "ekkert spes" eins og kona nokkur í boðinu hafi á orðu um tilraunakaffimeðlæti sem þær smökkuðu. Íslensk jarðarber flæða nú úr gróðurhúsum landsmanna. Þessi terta kemst alveg á topp þrjú yfir bestu hráfæðisterurnar.