Portóbellósveppir í smjördeigi

Sveppir í smjördeigi IMG_1398 Portóbellósveppir í smjördeigi smjördegi portobello portóbelló sveppir grænmetissteik
Portóbellósveppir í smjördeigi

Portóbellósveppir í smjördeigi

Hér er afbrigði af Wellington steik, sem ég fann á netinu og útfærði. Beef Wellington er nautalund í smjördeigi, en í tilefni af veganúar eru Portobelló sveppir notaðir í staðinn fyrir naut.

.

SMJÖRDEIGNAUT

.

Wellington sveppir

4 Portobello sveppir

1 pakki smjördeig

1 glas af þurrkuðum shiitake sveppum

10 sveppir

2 b spínat

5 skalottulaukar

4 hvítlauksgeirar

3 greinar ferskt estragon

Earth balance smjör

¼ b grænmetissoð

Skafið svörtu fanirnar burt undir hattinum á Portobello sveppunum og bakið þá á bökunarpappír í 10 mín.

Farið eftir leiðbeiningum um shiitake sveppi. Þegar þeir eru tilbúnir, skellið þeim í matvinnsluvél ásamt spínati, sveppum, estragoni, smátt skornum skalottulauk og hvítlauk. Steikið blönduna í Earth balance smjöri. Hellið grænmetissoði yfir og látið malla í 10 mín. Piprið.

Fyllið Portobello sveppina með sveppamaukinu af pönnunni, í rýmið sem myndaðist þegar fanirnar voru skafnar af. Fletjið út 1 smjördeigsplötu fyrir hvern Portobello svepp og pakkið þeim síðan inn í deigið. Bakið við 225°C í 25 mín., setjið í lokin undir grillið í skamma stund og fylgist vel með því að deigið verði fallega brúnt, en brenni ekki.

Hefðbundið meðlæti, t.d. kartöflur í ofni með timian, grófu salti og hvítlauksolíu eða smátt skornar gulrætur steiktar í Earth balance smjöri ásamt steinselju og grófu salti.

Rauðvínssósa:

1 b rauðvín

2 b grænmetissoð

2 tsk döðlusíróp

2 msk maizena

svartur pipar

Látið rauðvín og grænmetissoð malla í potti í 20 mín. Hellið döðlusírópi út í (ef það fæst ekki má nota annað síróp eða búa til, uppskriftir á netinu). Hrærið maizena út í svolitlu köldu vatni og þykkið sósuna. Látið bíða og hitið upp þegar sveppirnir eru bornir fram. Yfirleitt fæst allt efnið í Hagkaupum eða öðrum betri matvöruverslunum.

— PORTOBELLOSVEPPIR Í SMJÖRDEIGI — 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.