
Kasjúhnetusósa
Hin besta dressing á salatið eða til að dýfa niðurskornu grænmeti í. Svo getur sósan einnig passað með hinum ýmsu réttum. Best er að nota kraftmikinn blandara.
.
— KASJÚHNETUR — DRESSING — SALÖT —
.
Kasjúhnetusósa
1 1/4 b kasjúhnetur
3/4 b vatn (eða tæplega það)
3 msk sítrónusafi
1 msk eplaedik
2 msk gott hunang
2 hvítlauksrif
3 tsk laukduft
1 tsk dill
1/3 tsk salt
Blandið saman (í kraftmiklum) blandara.
.
— KASJÚHNETUR — DRESSING — SALÖT —
.