HNETUR OG MÖNDLUR eru hollustufæði. Þær innihalda mjög mikið prótein og ættu að vera hluti af daglegu fæði okkar. En varast skal að borða of mikið af þeim daglega því að þær innihalda hátt fituhlutfall. Þær innihalda líka mikið af E-vítamíni, fólínsýru, magnesíum, kopar, trefjar og mikið af andoxunarefnum. Stútfullar af næringarefnum. Rannsókn var gerð á heilsufari 86.016 hjúkrunarfræðinga, yfir 14 ára tímabil. Þessi rannsókn leyddi í ljós að þær sem að borðuðu lúkufylli af hnetum á dag, fimm daga vikunnar, drógu verulega úr líkum þess að fá hjartasjúkdóma. Tíðni dauðsfalla vegna þeirra lækkaði um 35% í hópi þeirra hjúkrunarfræðinga sem borðuðu þetta magn af hnetum og einnig var líkamsvigt þeirra lægri en þeirra sem að ekki borðuðu hnetur.
Heimild: Heilsubankinn