Borðum möndlur og hnetur

Borðum möndlur og hnetur Valhnetur Omega 3 Borðum möndlur og hnetur E-vítamíni, fólínsýru, magnesíum, kopar, trefjar og mikið af andoxunarefni
Borðum möndlur og hnetur

HNETUR OG MÖNDLUR  eru hollustufæði. Þær innihalda mjög mikið prótein og ættu að vera hluti af daglegu fæði okkar. En varast skal að borða of mikið af þeim daglega því að þær innihalda hátt fituhlutfall. Þær innihalda líka mikið af E-vítamíni, fólínsýru, magnesíum, kopar, trefjar og mikið af andoxunarefnum. Stútfullar af næringarefnum. Rannsókn var gerð á heilsufari 86.016 hjúkrunarfræðinga, yfir 14 ára tímabil. Þessi rannsókn leyddi í ljós að þær sem að borðuðu lúkufylli af hnetum á dag, fimm daga vikunnar, drógu verulega úr líkum þess að fá hjartasjúkdóma. Tíðni dauðsfalla vegna þeirra lækkaði um 35% í hópi þeirra hjúkrunarfræðinga sem borðuðu þetta magn af hnetum og einnig var líkamsvigt þeirra lægri en þeirra sem að ekki borðuðu hnetur.

Heimild: Heilsubankinn

Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR 

Valhnetur Omega 3 Borðum möndlur og hnetur E-vítamíni, fólínsýru, magnesíum, kopar, trefjar og mikið af andoxunarefi
Valhnetur
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ferskur grænn drykkur

Grænn drykkur IMG_3194

Ferskur grænn drykkur. Það er frískandi og hollt að drekka nýpressaðan safa úr grænmeti og ávöxtum. Það er nú ekki alveg hægt að segja að það sé regla á þessu hjá okkur. Svona við og við fáum við okkur grænan drykk. Engir tveir drykkir eru þó eins en oftast er vel af engiferi.

Rósmarín- og möndlukex

Rósmarín- og möndlukex DSCF0143

Rósmarín- og möndlukex. Alltaf gott að eiga hollt og gott heimagert kex til að maula á eða bjóða þegar gesti ber að garði. Stórfínt með ostum, hummús, möndlusmjöri eða öðru góðu viðbiti. Já eða bara eitt og sér.