Borðum möndlur og hnetur

Borðum möndlur og hnetur Valhnetur Omega 3 Borðum möndlur og hnetur E-vítamíni, fólínsýru, magnesíum, kopar, trefjar og mikið af andoxunarefni
Borðum möndlur og hnetur

HNETUR OG MÖNDLUR  eru hollustufæði. Þær innihalda mjög mikið prótein og ættu að vera hluti af daglegu fæði okkar. En varast skal að borða of mikið af þeim daglega því að þær innihalda hátt fituhlutfall. Þær innihalda líka mikið af E-vítamíni, fólínsýru, magnesíum, kopar, trefjar og mikið af andoxunarefnum. Stútfullar af næringarefnum. Rannsókn var gerð á heilsufari 86.016 hjúkrunarfræðinga, yfir 14 ára tímabil. Þessi rannsókn leyddi í ljós að þær sem að borðuðu lúkufylli af hnetum á dag, fimm daga vikunnar, drógu verulega úr líkum þess að fá hjartasjúkdóma. Tíðni dauðsfalla vegna þeirra lækkaði um 35% í hópi þeirra hjúkrunarfræðinga sem borðuðu þetta magn af hnetum og einnig var líkamsvigt þeirra lægri en þeirra sem að ekki borðuðu hnetur.

Heimild: Heilsubankinn

Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR 

Valhnetur Omega 3 Borðum möndlur og hnetur E-vítamíni, fólínsýru, magnesíum, kopar, trefjar og mikið af andoxunarefi
Valhnetur
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Daglegt brauð – Café Valný

Á Egilsstöðum er mjög fínt kaffihús sem heitir Café Valný - þangað er gott að koma og heimilislegur bragur á öllu. Maturinn góður og allt útbúið á staðnum. Fólk sem er í matseld alla daga og af lífi og sál.....

Súpur – fyrirlestur og dansæfing

Súpur - fyrirlestur og dansæfing. Þau eru mörg skemmtileg verkefnin og ólík. Á dögunum elduðum við súpur á Hallveigarstöðum fyrir formenn allra héraðssambanda Kvenfélagasambands Íslands. Á meðan ég hrærði í súpupottunum tók Bergþór nokkur dansspor sem hann er að læra fyrir keppnina Allir geta dansað, en keppnin byrjar 11. mars á Stöð 2. Eftir súpuna fengu konurnar sér kaffisopa og franska súkkulaðitertu með. Þá spjölluðum við Bergþór við þær um eitt og annað og í lokin var sungið saman.

Veitingastaðurinn Burro – einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill

Veitingastaðurinn Burro - einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill. Burro Tapas + steak. Mið- og suðuramerískur smáréttastaður með frábærum Latin steikum. Bragðgóður, litfagur matur sem fer vel í munni og maga. Líflegur Burro öðruvísi en allir aðrir staðir, stórfín viðbót við fyrirmyndar veitingastaðaflóru landsins með ljúfa og góða þjónustu.