Paella með sjávarréttum

Paella með sjávarréttum humar spánn spænskur matur MUNDO margrét jónsdóttir njarðvík spánn Spænskur matur humar
Paella með sjávarréttum

Paella með sjávarréttum

Alveg frá því ég bragðaði paellu fyrst hef ég notað hvert tækifæri til að bragða þennan spænska rétt. Margrét sem á Ferðaskrifstofuna Mundo(sem við fórum með til Mont Blanc í sumar) bjó í nokkur ár á Spáni bauð í paellu á dögunum.

.

PAELLA — SPÁNNMUNDOHUMARMARGRÉT JÓNSD NJARÐVÍK

.

Margrét jónsdóttir njarðvík mundo spánn spænskur matur grænar baunir hrísgrjón fiskur pylsur
Paella með sjávarréttum

Hún segir að ekki sé til pólitískari réttur en hin spænska paella. Besta leiðin til að sjá hvort gyðingar og márar sem sögðust hafa tekið kristna trú væru að segja satt – var að bjóða þeim í paellu. Ef þeir borðuðu ekki paelluna þá komu þeir upp um sig – að hafa ekki látið af þeim ósið að borða ekki svínakjöt!

Að öllu gamni slepptu er paellan réttur sem kenndur er við Valencia héraðið á Spáni. Þar er mikil hrísgrjónarækt og hafa hrísgrjón verið snædd þar frá 15. öld. Til eru margar tegundir paellu – sjávarrétta, blönduð og svo framvegis. Algengast er að blanda saman fiski, kjúklingi og svínakjöti og er það gert í paellunni sem hér fylgir. Einnig er þessi paella aðlöguð að íslenskum aðstæðum.

Paella með sjávarréttum – uppskrift fyrir 6-8 manns

Tími: undirbúningur ca. 30 mín og matreiðsla 60 mínútur

Kjúklingur (ca. kíló) skorinn í hluta eða einn bakki af kjúklingabringum

500 g lúða

12 fallegir stórir humrar eða risarækjur

250 ml ólívuolía – Frábær spænsk ólívuolía fæst í Melabúðinni – Til eru nokkrar tegundir eco, manzanilla, morisca og arbiquina

1 b – grænar litlar baunir (ekki Ora heldur ferskar frystar)

1 rauð paprika

5 tómatar

600 g risottohrísgrjón

250 ml vatn

saffran – slatti því gefur gvuðdómlegt bragð

rauð paprika

hvítlaukur – 4 rif

persilla -hálft búnt

laukur smátt skorinn (yfirleitt ekki notaðar í paellu en ég gerði það samt)

salt

nokkrar sítrónur

Hitið olíuna hægt en það ber ávallt að gera þegar ólívuolía er notuð til matargerðar. Síðan er smám saman hækkað undir. Setjið kjúklingurinn út í olíuna og steikið þar til gylltur.á er papriku og lauk bætt út í og því næst hvílauk og persillu bætt út í ásamt tómati sem hefur verið rifinn á rifjárni (Spænskar húsmæður skræla tómatinn en latar og hysknar íslenskar húsmæður leggja ekki slíkt á sig.) Látið sjóða við vægan hita í 15 mín. Því næst er saffrani bætt í (ég nota hálfan pakka af saffranpakkanum frá Pottagöldrum) og hrísgrjónum. Passa að steikja hrísgrjónin í smá stund áður en vatninu er bætt í. Látið sjóða við kröftugan hita í 3 mínútur en þá er hitinn lækkaður og látið malla í 15 mínútur. Þá er fiskinum laumað ofan í pönnuna (nota stóra wokpönnu úr steypujárni því paellupannan passar ekki á span hellur) og humarinn (í skel) eða risarækjur settan ofan á. Paellan er tilbúinn þegar fiskurinn og humarinn eru tilbúin. Ekki er hrært í hrísgrjónunum og grjónin sem eru neðst og brenna aðeins við þykja hið mesta góðgæti.

Paellan er látin standa á borði í smá stund (ca 5 – 10 mín) áður en hún er borin fram. Pannan er skreytt með sítrónubátum.

Vinir Margrétar drekka rauðvín með paellu en sjálfsagt er að bera hvítvín fram með þessum rétti.

Paella Paella Paella Grænar baunirpylsa

PAELLA — SPÁNNMUNDOHUMARMARGRÉT JÓNSD NJARÐVÍK

— PAELLA MEÐ SJÁVARRÉTTUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótaterta

Gulrótaterta. Alltaf er nú gott að fá sér (væna) sneið af gulrótartertu. Hef áður talað um að óhætt sé að minnka sykurmagn í tertum. Hér minnkaði ég bæði sykurinn í tertunni og í kreminu. Svei mér þá ef afraksturinn verður ekki enn betri... Já og ekki spara kanilinn, hafið teskeiðarnar vel fullar :-)

Klausturkaffi á Skriðuklaustri – þjóðlegasta kaffihús Íslands

Klausturkaffi á Skriðuklaustri er eitt þjóðlegasta veitingahús á Íslandi. Elísabet Þorsteinsdóttir er vertinn á hinu huggulega Klausturkaffið sem var opnað árið 2000 um leið og menningar- og færðasetur Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Stefnan er að halda íslenskri matarmenningu og gestrisni á lofti og það tekst vel. Allt gert á staðnum stemningin skilar sem fullkomlega. Alla daga er hlaðborð í hádeginu og kaffihlaðborð síðdegis.

Apríkósuterta

Apríkósuterta

Apríkósuterta. Hér á bæ hefur skapast sú hefð að baka „páskatertuna“ og borða hana á páskadag. Það er bökuð ný terta fyrir hverja páska sem fær titilinn páskaterta ársins. Liturinn á tertunni í ár tónar vel við lit páskanna. Milt kanilbragðið fer vel með apríkósunum.

Blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn. Það eru til óteljandi tegundir og gerðir af pitsum. Arnar Grant einkaþjálfarinn minn, sem er afburða fær á sínu sviði, jákvæður og hvetjandi, nefndi við mig að útbúa blómkálspitsubotn og birta uppskriftina. Satt best að segja kom botninn verulega á óvart, ofan á hann fór síðan hin klassíska pitsusósa, ostur og annað viðeigandi. Að vísu varð minn botn ekki eins stökkur og á „venjulegri" pitsu, etv hefði ég þurft að baka hann aðeins lengur. Pitsan er hins vegar bragðgóð og fer vel í maga. Hentar vel fyrir fólk sem þolir illa hveiti og ger.