Chiabrauð
Nafnið á brauðinu hljómar kannski smá framandi í fyrstu. Chiafræ og hörfræ koma hér í stað eggja. Mjög bragðgott og mjúkt brauð sem bragðast enn betur með hollu viðbiti. Njótið vel
— BRAUÐUPPSKRIFTIR — CHIA —
Chiabrauð
2 msk chiafræ
1 msk hörfræ
tæplega bolli af vatni
3 þroskaðir bananar
2 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1/2 b púðursykur
2 msk sítrónusafi
3 msk olía
1 tsk vanilla
1/2 b saxðar valhnetur
Blandið saman chiafræjum, hörfræjum og vatni, hrærið í og látið standa í um 10 mín. Merjið banana og setjið í skál ásamt hveiti, lyftiduft, salti, púðursykri, sítrónusafa, olíu, vanillu og valhnetum. Setjið að síðustu fræblönduna saman við og blandið val saman. Bakið í ílöngu formi í um 50 mín við 170°C
.
— BRAUÐUPPSKRIFTIR — CHIA —
.