Chiabrauð – eggjalaust og vegan

Chiabrauð - eggjalaust og vegan brauð með hörfræjum hörfræ CHIA brauð án eggja eggjaofnæmi
Chiabrauð – eggjalaust og vegan

Chiabrauð

Nafnið á brauðinu hljómar kannski smá framandi í fyrstu. Chiafræ og hörfræ koma hér í stað eggja. Mjög bragðgott og mjúkt brauð sem bragðast enn betur með hollu viðbiti. Njótið vel

BRAUÐUPPSKRIFTIR — CHIA

Chiabrauð

2 msk chiafræ

1 msk hörfræ

tæplega bolli af vatni

3 þroskaðir bananar

2 b hveiti

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

1/2 b púðursykur

2 msk sítrónusafi

3 msk olía

1 tsk vanilla

1/2 b saxðar valhnetur

Blandið saman chiafræjum, hörfræjum og vatni, hrærið í og látið standa í um 10 mín. Merjið banana og setjið í skál ásamt hveiti, lyftiduft, salti, púðursykri, sítrónusafa, olíu, vanillu og valhnetum. Setjið að síðustu fræblönduna saman við og blandið val saman. Bakið í ílöngu formi í um 50 mín við 170°C

.

BRAUÐUPPSKRIFTIR — CHIA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berg og Þula á Dalvík

Berg og Þula IMG_4278

Þula, café - bistro. Á Dalvík er hið glæsilega Menningarhús Berg. Þar reka heiðurshjónin Gréta og Júlíus veitingastaðinn Berg. Júlli kallar ekki allt ömmu sína, ætli megi ekki segja að hann sé Dalvíkurkonungurinn (allavega prinsinn). Júlli kom Fiskideginum mikla á fót ásamt fleirum. Hann drífur hlutina áfram á jákvæðan hátt með sína góðu konu sér við hlið. Hef sagt það áður og segi enn að það ætti að vera a.m.k. einn Júlli Júll í hverjum bæ.

Chili sin carne – Grænmetispottréttur með chili

Chili sin Carne - Grænmetispottréttur með chili.  Gunna Stína var að tala um mat um daginn (eins og oft áður), meðal annars chili sin carne sem bragðaðist einstaklega vel. Hún útvegaði mér uppskriftina....