ER MJÓLK GÓÐ?

ER MJÓLK GÓÐ? ER MJÓLK GÓÐ? blöðruhálskirtill blöðruhálskirtilskrabbamein
ER MJÓLK GÓÐ?

ER MJÓLK GÓÐ?

  • Hafið þið heyrt að fólk sé ekki með nógu mikið kalk? Í raun og veru borðar fólk, allavega á vesturlöndum, gífurlegt magn af kalki, sérstaklega úr mjólkurvörum. En við borðum svo mikið af dýrapróteini. Þegar líkaminn meltir það framleiðir hann brennisteinssýru. Líkaminn notar kalk sem “búffer” til að jafna pH stuðulinn. Við missum því mikið kalk með sýrunni í þvagi.
  • Nýlega varin doktorsritgerð í næringarfræði frá HÍ, benti á að þeir íslensku karlmenn sem neyttu mikillar mjólkur þegar þeir voru á aldrinum 10-20, voru 3x líklegri til að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein en þeir sem drukku minna af mjólk á þessum aldri.
  • Rannsóknarmenn í Harvard komust að því að fólk sem drakk 2+ glös af mjólk á viku var ekki minna líklegt til að fá beinbrot en þeir sem drukku minna en 1 glas á viku.
  • Indland, Kína og Japan eru meðal þeirra landa þar sem mjólkurneysla er frekar lítil. Þar er tíðni beinþynningar líka lítil.
  • Svo er athylgisvert að 90% fólks frá Asíu, 70% svertingja og Indíjána, og 50% „hispanics“ eru með mjólkuróþol.
  • Það er kalk í mun fleiri matvörum en mjólk. Það er því óþarfi að auglýsa mjólk eins og hún sé lífsnauðsynlegt næringarefni.
  • Harvard háskóli tók mjólkurvörur út af “fæðudisknum” (líkt og fæðupýramídi) sínum en nú er glas við hlið disksins þar sem stendur að mjólkurneysla ætti ekki að vera of mikil.

heimild: heimasíða Elísu Elíasdóttur

Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR 

ER MJÓLK GÓÐ? blöðruhálskirtill blöðruhálskirtilskrabbamein
ER MJÓLK GÓÐ?
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Óvænt steypiboð – Baby shower og extra góð terta

Óvænt steypiboð - Baby shower og extra góð steypiboðsterta. Vinkonur Jóhönnu Sigríðar héldu óvænt steypiboð (Baby shower) fyrir hana. Gaman að fá að vera fluga á vegg og upplifa eftirvæntinguna þegar von var á unga parinu, þögnina þegar enginn mátti segja orð á meðan þau komu inn í íbúðina og svo þegar vinkonurnar kölluðu SURPRISE! þegar foreldrarnir tilvonandi komu inn.

Borðsiðir fyrir börn

Borðsiðir

Borðsiðir fyrir börn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft eins og sagt er. Mikilvægast af öllu í uppeldi er að sleppa því sem við viljum ekki að börnin okkar geri. Það er aldrei of snemmt að kenna börnum borðsiði. Við verðum samt að hafa í huga að börn eru börn og gera verður kröfur til þeirra eftir því. Ef illa gengur er ekki vitlaust að taka upp einhvers konar umbunarkerfi.

Hefur matur áhrif á exem?

exem

Matur og exem. Eftir að við tókum mataræði okkar í gegn og fundum á eigin skinni hversu mikil áhrif matur hefur þá jókst áhuginn til muna. Hér á blogginu eru fjölmargar reynslusögur undir Matur læknar. 

Í fræðslumyndbandi um exem er rætt við nokkur ungmenni með exem og barnalækni. Það er ekki að heyra hjá henni að matur skipti neinu sérstöku máli til að halda exemeinkennum niðri. Hún talar aðallega um rakakrem og að sterar séu fyrsta val.