
B M V – Hvorn brauðdiskinn á ég?
Fallega dúkað borð er augnayndi og ánægjulegt þegar fólk leggur sig fram um að skapa góða upplifun í matarboði. Hversu oft hefur maður ekki lent í því að sitja við hringborð og vita ekki hvort brauðdiskurinn „minn” er vinstra eða hægra megin við matardiskinn. Reglan er einföld: B M V – Brauð, Matur, Vín (talið frá vinstri) Þannig að brauðdiskurinn er alltaf vinstra megin. Þið gleymið þessu aldrei: B M V
Símar, gleraugu, veski eiga ekki að vera á borðinu

🍴