Auglýsing
 Döðluterta döðlukaka kókosmjöl kaka terta með döðlum súkkulaði kaka terta kaffimeðlæti Döðluterta – þessi er mjög góð
Döðluterta – þessi er mjög góð

Döðluterta

Held ég hafi ekki tölu á öllum þeim döðlutertum sem ég hef smakkað á lífsleiðinni. Eins og gengur eru þær misgóðar – þessi er mjög góð. Er ekki alveg upplagt að baka með kaffinu í dag?

DÖÐLUTERTURDÖKKT SÚKKULAÐIDÖÐLURKÓKOSMJÖL

.

Döðluterta

2 msk hveiti
1 bolli saxaðar döðlur
1/4 b sykur
tæpur bolli kókosmjöl
100 g saxað dökkt súkkulaði
2 egg
2-3 msk matarolía
2/3 tsk salt
1 tsk lyftiduft
vatn

Blandið öllu saman í skál og hrærið saman, þynnið með vatni eins og þarf. Bakið við 175°C í ca 25 mín.  Berið fram með rjóma.

.

DÖÐLUTERTURDÖKKT SÚKKULAÐIDÖÐLURKÓKOSMJÖL

— DÖÐLUTERTA —

.

Auglýsing

2 athugasemdir

    • Það þarf ekki að setja í poka. Hugmyndin er að láta hveitið hylja döðlurnar svo þær klessist ekki saman

Comments are closed.