Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur rúgbrauð mascarpone eftirréttur sulta
Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Það eru nú kannski ekki margir eftirréttir sem innihalda rúgbrauð. Þessi á rætur sinar að rekja til Eystrasaltsríkjanna. Nema hvað, við Bergþór fengum áskorun að koma með eftirrétt á fjölskylduþorrablót og mörgum finnst rúgbrauð þjóðlegt. Þrátt fyrir að hljóma framandi eftirréttur þá bragðaðist hann afar vel og eiginlega betur daginn eftir. Upp kom hugmynd í veislunni að gera réttinn enn þjóðlegri með því að nota skyr í staðinn fyrir (eða með) mascarpone ostinum. Kannski verður það prófað við tækifæri. Njótið vel.

RÚGBRAUÐMASCARPONEEFTIRRÉTTIRÞJÓÐLEGTÞORRAMATUR

.

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

4-500 g mjúkt rúgbrauð

3 tsk sykur

1 msk kanill

250 g mascarpone

1 dl rjómi

1 tsk vanilla

1 b ávaxtasulta

Myljið rúgbrauðið í höndunum og setjið í pott ásamt sykri og kanil. Hitið og hrærið stöðugt í í 8-10 mín. kælið. Þeytið saman mascarpone og rjóma.

Setjið þriðjunginn af rúgbrauðinu í form (eða á tertudisk með tertuformi á). Smyrjið þar ofan á helmningnum af mascarponeblöndunni, þar ofna á fer helmingurinn af sultunni. Endurtakið: annar þriðjungur af rúgbrauðsmulningnum síðan mascarpone og sulta. Loks fer ofan á restin af rúgbrauðsmulningnum.  Látið standa í 3-4 klst áður en borið er fram – eða yfir nótt.

Þorrablót Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

RÚGBRAUÐMASCARPONEEFTIRRÉTTIRÞJÓÐLEGTÞORRAMATUR

.

.

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Þessi réttur tekur dálítinn tíma, en vel þess virði. Kínóa er glútenlaust og auðmeltanlegt. Það inniheldur allar átta amínósýrurnar sem eru líkamanum nauðsynlegar - telst það ekki fullkomið prótein?

Má skila gjöfum? Má gefa þær áfram? Er hin fullkomna gjöf til?

Má skila gjöfum? Má gefa þær áfram? Er hin fullkomna gjöf til?

Hver kannast ekki við að hafa fengið gjöf sem manni líkar ekki. Það getur verið vandræðalegt EN þegar fólk hefur gefið öðrum þá er þiggjandinn nýr eigandi og er í raun í sjálfsvald sett hvað hann gerir við glaðninginn

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Samloka

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Það er margt gott við að borða grænmeti og nú bætist enn í sarpinn. Samkvæmt nýrri rannsókn eru grænmetisætur mun ólíklegri til að fá krabbamein í ristil og endaþarm miðað við þá sem borða það sem flestir Íslendingar skilgreina sem venjulega fæðu.