Auglýsing
Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur rúgbrauð mascarpone eftirréttur sulta
Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Það eru nú kannski ekki margir eftirréttir sem innihalda rúgbrauð. Þessi á rætur sinar að rekja til Eystrasaltsríkjanna. Nema hvað, við Bergþór fengum áskorun að koma með eftirrétt á fjölskylduþorrablót og mörgum finnst rúgbrauð þjóðlegt. Þrátt fyrir að hljóma framandi eftirréttur þá bragðaðist hann afar vel og eiginlega betur daginn eftir. Upp kom hugmynd í veislunni að gera réttinn enn þjóðlegri með því að nota skyr í staðinn fyrir (eða með) mascarpone ostinum. Kannski verður það prófað við tækifæri. Njótið vel.

RÚGBRAUÐMASCARPONEEFTIRRÉTTIRÞJÓÐLEGTÞORRAMATUR

.

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

4-500 g mjúkt rúgbrauð

3 tsk sykur

1 msk kanill

250 g mascarpone

1 dl rjómi

1 tsk vanilla

1 b ávaxtasulta

Myljið rúgbrauðið í höndunum og setjið í pott ásamt sykri og kanil. Hitið og hrærið stöðugt í í 8-10 mín. kælið. Þeytið saman mascarpone og rjóma.

Setjið þriðjunginn af rúgbrauðinu í form (eða á tertudisk með tertuformi á). Smyrjið þar ofan á helmningnum af mascarponeblöndunni, þar ofna á fer helmingurinn af sultunni. Endurtakið: annar þriðjungur af rúgbrauðsmulningnum síðan mascarpone og sulta. Loks fer ofan á restin af rúgbrauðsmulningnum.  Látið standa í 3-4 klst áður en borið er fram – eða yfir nótt.

Þorrablót Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

RÚGBRAUÐMASCARPONEEFTIRRÉTTIRÞJÓÐLEGTÞORRAMATUR

.

.

SaveSave

SaveSave

Auglýsing