Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur rúgbrauð mascarpone eftirréttur sulta
Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Það eru nú kannski ekki margir eftirréttir sem innihalda rúgbrauð. Þessi á rætur sinar að rekja til Eystrasaltsríkjanna. Nema hvað, við Bergþór fengum áskorun að koma með eftirrétt á fjölskylduþorrablót og mörgum finnst rúgbrauð þjóðlegt. Þrátt fyrir að hljóma framandi eftirréttur þá bragðaðist hann afar vel og eiginlega betur daginn eftir. Upp kom hugmynd í veislunni að gera réttinn enn þjóðlegri með því að nota skyr í staðinn fyrir (eða með) mascarpone ostinum. Kannski verður það prófað við tækifæri. Njótið vel.

RÚGBRAUÐMASCARPONEEFTIRRÉTTIRÞJÓÐLEGTÞORRAMATUR

.

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

4-500 g mjúkt rúgbrauð

3 tsk sykur

1 msk kanill

250 g mascarpone

1 dl rjómi

1 tsk vanilla

1 b ávaxtasulta

Myljið rúgbrauðið í höndunum og setjið í pott ásamt sykri og kanil. Hitið og hrærið stöðugt í í 8-10 mín. kælið. Þeytið saman mascarpone og rjóma.

Setjið þriðjunginn af rúgbrauðinu í form (eða á tertudisk með tertuformi á). Smyrjið þar ofan á helmningnum af mascarponeblöndunni, þar ofna á fer helmingurinn af sultunni. Endurtakið: annar þriðjungur af rúgbrauðsmulningnum síðan mascarpone og sulta. Loks fer ofan á restin af rúgbrauðsmulningnum.  Látið standa í 3-4 klst áður en borið er fram – eða yfir nótt.

Þorrablót Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

RÚGBRAUÐMASCARPONEEFTIRRÉTTIRÞJÓÐLEGTÞORRAMATUR

.

.

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarborgin Róm á Ítalíu toppar allt og ríflega það

Matarborgin Róm. Vel má mæla með Róm fyrir mataráhugafólk og auk þess drýpur menningin þar af hverju strái og aldagamlar byggingar sjást víða. Segja má að veitingastaðir og kaffihús séu á hverju götuhorni í Rómarborg og rúmlega það. Við Bergþór dvöldum í Róm um áramótin og fórum um borgina að mestu fótgangandi, að meðaltali gengum við um tíu kílómetra á dag. Auðvelt er að fara gangandi á milli helstu ferðamannastaða.