D – vítamínið góða
Fólk ætti að láta mæla D-vítamínið í líkamanum reglulega. Hæfileiki líkamans til að vinna D-vítamín úr sólinni minnkar eftir því sem við eldumst, fólk um sextugt þarf að vera fjórum sinnum lengur í sól til að fá sama skammt af D-vítamíninu miðað við ungt fólk. Allir ættu að taka D-vítamín yfir vetrarmánuðina en láta líka heimilislækni mæla. Nægjanlegt magn D vítamíns dregur úr bólgum.
Af mat sem inniheldur vel af D vítamíni má nefna þorsklifur, sveppi, feitan fisk, tófú, egg og kavíar.
Væri hægt að draga úr þunglyndislyfjabrjálæðinu með því að auka inntöku D-vítamíns?
Úr grein sem birtist í tímaritinu Eating Well
Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR
— D VÍTAMÍN — FEITUR FISKUR —
.