D-vítamín

D-vítamín þunglyndi þorsklifur, sveppir, feitur fiskur, tófú, egg og kavíar
D-vítamínið er okkur mikilvægt

D – vítamínið góða

Fólk ætti að láta mæla D-vítamínið í líkamanum reglulega. Hæfileiki líkamans til að vinna D-vítamín úr sólinni minnkar eftir því sem við eldumst, fólk um sextugt þarf að vera fjórum sinnum lengur í sól til að fá sama skammt af D-vítamíninu miðað við ungt fólk. Allir ættu að taka D-vítamín yfir vetrarmánuðina en láta líka heimilislækni mæla. Nægjanlegt magn D vítamíns dregur úr bólgum.

Af mat sem inniheldur vel af D vítamíni má nefna þorsklifur, sveppi, feitan fisk, tófú, egg og kavíar.

Væri hægt að draga úr þunglyndislyfjabrjálæðinu með því að auka inntöku D-vítamíns?

Úr grein sem birtist í tímaritinu Eating Well

Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR 

D VÍTAMÍNFEITUR FISKUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostapasta frá pabba – Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt

Ostapasta frá pabba - Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt. Steinunn Ása tók á móti okkur með kátínu og hlýju, eins og hennar er von og vísa, en sagðist þó hafa borið svolítinn kvíðboga fyrir því að vera gestabloggari. Hún hefur eldað með fjölmörgum landsþekktum matgæðingum í hinni margverðlaunuðu þáttaröð „Með okkar augum“ á RÚV. Fyrsti þátturinn í sjöundu seríunni verður frumsýndur í kvöld

Allir geta dansað – Nestisferð

Allir geta dansað - Nestisferð. Þessi föngulegi hópur tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2. Tíu pör byrjuðu og nú eru sex eftir. Í hádeginu hittist hópurinn og snæddi saman í nestisferð. Sýnt verður frá þessu í næsta þætti. Fékk það skemmtilega verkefni að útbúa veitingar fyrir hópinn.Það er einstaklega gaman að gefa þessum gleðigjöfum að borða. Þau brenna gríðarlega miklu, enda er æft í margar tíma á dag. Meðal þess sem boðið var upp á var Sólskinsterta,  súkkulaðitrufflur og  Rauðrófumauk.

Ljómandi góð eplakaka

Eplaterta

Ljómandi góð eplakaka. Gaman að segja frá því að Vilborg systir mín á afmæli í dag, sú sama og Villuterta er nefnd eftir. Hún bauð í afmæliskaffi og á borðum var fjöldinn allur af tertum og öðru góðgæti. Þar á meðal þessi eplakaka sem bragðaðist ljómandi vel

Pitsusósa – Pizza pronto

Pitsusósa - Pizza pronto. Eitt besta „aukaheimilistæki" sem til hefur verið hér á bæ er lítill pitsuofn, hann skilaði sínu vel og var óspart notaður. Þá áttum við oft deig og pitsusósu í ísskápnum og þá var hægt að útbúa pitsu með litlum fyrirvara. Síðan bræddi elsku pitsuofninn úr sér og var sárt saknað.....

Það er nú ekki svo mikið mál að útbúa pitsusósu. Þegar pitsur urðu vinsælar hér fyrst var hægt að kaupa pitsusósu sem hét Pizza Pronto - óskaplega þægilegt og mig minnir að það hafi líka bragðast ágætlega. Kannski fæst Pizza Pronto ennþá. Víða eru pitsusósur enn kallaðar Pissa Prontó, við skulum ekki hætta því.