Auglýsing
Sítrónubaka með ferskum berjum baka Björk jónsdóttir sítróna terta kaka
Sítrónubaka með ferskum berjum

Sítrónubaka með ferskum berjum

Í vikunni var morgunverðarveisla starfsfólks Listaháskólans – starfsfólk Tónlistar- og Sviðslistadeilda buðu hinum deildunum í morgunkaffi og með því. Björk sló í gegn með þessari sítrónuköku sem hvarf eins og dögg fyrir sólu. Björk fer að verða tertudrottning eða -prinsessa Íslands. Af tíu vinsælustu uppskriftum síðasta árs átti hún tvær: Döðlutertu með jarðarberjarjóma og Kókosbolludraum

BJÖRK JÓNSDFÖSTUDAGSKAFFI  LISTAHÁSKÓLINN

Auglýsing

.

Sítrónubaka með ferskum berjum Björk Jónsdóttir Sveinbjörg Þórhallsdóttir
Björk, Saga og Sveinbjörg

Sítrónubaka með ferskum berjum

Botn:

2 1/2 dl hveiti

1/2 dl sykur

1 tsk vanilla

150 g smjör, lint

1/3 tsk salt

Fylling:

3 egg

3 dl sykur

1/2 dl hveiti

Safi úr einni sítrónu

börkur af einni sítrónu

Fersk ber til skrauts

Botn: Blandið öllu saman

Fylling: Þeytið saman eggjum og sykri. Bætið hveiti, sítrónuberki og sítrónusafa saman við. Þjappið deiginu í ferkantað form – ca 20-25 cm og bakið við 200° í 12-15 mín. Helllið fyllingunni yfir og bakið áfram í 10 mín. Kælið. Stráið flórsykri fyrir. Skerið í ferkantaða bita og skreytið með ferskum berjum.

BJÖRK JÓNSDFÖSTUDAGSKAFFI  LISTAHÁSKÓLINN

.