Sítrónubaka með ferskum berjum

Sítrónubaka með ferskum berjum baka Björk jónsdóttir sítróna terta kaka
Sítrónubaka með ferskum berjum

Sítrónubaka með ferskum berjum

Í vikunni var morgunverðarveisla starfsfólks Listaháskólans – starfsfólk Tónlistar- og Sviðslistadeilda buðu hinum deildunum í morgunkaffi og með því. Björk sló í gegn með þessari sítrónuköku sem hvarf eins og dögg fyrir sólu. Björk fer að verða tertudrottning eða -prinsessa Íslands. Af tíu vinsælustu uppskriftum síðasta árs átti hún tvær: Döðlutertu með jarðarberjarjóma og Kókosbolludraum

BJÖRK JÓNSDFÖSTUDAGSKAFFI  LISTAHÁSKÓLINN

.

Sítrónubaka með ferskum berjum Björk Jónsdóttir Sveinbjörg Þórhallsdóttir
Björk, Saga og Sveinbjörg

Sítrónubaka með ferskum berjum

Botn:

2 1/2 dl hveiti

1/2 dl sykur

1 tsk vanilla

150 g smjör, lint

1/3 tsk salt

Fylling:

3 egg

3 dl sykur

1/2 dl hveiti

Safi úr einni sítrónu

börkur af einni sítrónu

Fersk ber til skrauts

Botn: Blandið öllu saman

Fylling: Þeytið saman eggjum og sykri. Bætið hveiti, sítrónuberki og sítrónusafa saman við. Þjappið deiginu í ferkantað form – ca 20-25 cm og bakið við 200° í 12-15 mín. Helllið fyllingunni yfir og bakið áfram í 10 mín. Kælið. Stráið flórsykri fyrir. Skerið í ferkantaða bita og skreytið með ferskum berjum.

BJÖRK JÓNSDFÖSTUDAGSKAFFI  LISTAHÁSKÓLINN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rústik í Hafnarstræti

Rústik í Hafnarstræti er góður kostur í hádeginu. Staðurinn hefur, eins og nafnið gefur til kynna, svolítið gróft yfirbragð með upprunalegum bitum með stórum bilum. Samt sem áður eru innréttingar notalegar. Uppi er líka salur og annar minni, með 12-14 manna borði, upplagður fyrir fundi eða smærri hópa. Á Rústik er fjölbreyttur og góður matur og víst að allir finna þar eitthvað við sitt hæfi

Fróðleikur um mataræði og áhrif matar

Mataræði.is

Axel F. Sigurðsson læknir heldur úti síðunni Mataræði.is þar skrifa hann um áhrif matar, heilbrigðan lífsstíl, sjúkdóma og forvarnir. Það er nú einu sinni þannig að við berum ábyrgð á okkar eigin lífi.