Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum

Krydduð hrísgrjón með döðlum og bólivía steiktum kartöflum grænar baunir
Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum.

Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum

Rakst á þessa uppskrift í matreiðslubók frá Bólivíu. Þar er kemur fram að hrísgrjónin geti bæði verið sér réttur eða meðlæti með öðrum mat. Fallegur og góður réttur/meðlæti.

BÓLIVÍAHRÍSGRJÓN

.

Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum

3-4 hvítlauksrif
1/2 chili
1 msk saxað engifer
3 msk vatn
2 stórir laukar
3 msk olía
svartur pipar
2 lárviðarlauf
1/3 tsk negull
1/3 tsk kardimommuduft
salt
2-3 tómatar, saxaðir
2 tsk kóriander
1/4 tsk túrmerik
1 b basmati hrísgrjón
1/2 b frosnar grænar baunir
3 kartöflur, skornar í litla bita
2 b vatn
3 döðlur, skornar þunnt
1/4 b saxað ferskt kóriander.

Sjóðið í nokkrar mínútur hvítlauk, chile, engifer í 3 msk af vatni og látið til hliðar. Hitið 3 msk olíu á pönnu, saxið lauk og steikið ásamt kartöflunum í nokkrar mínútur bætið við hvítlauk/engifer/chilimaukinu, sjóðið í nokkrar mín. Bætið við pipar, lárviðarlaufi, kardimommum og salti og sjóðið í 1 mín. Skerið tómatana í tvennt, bætið þeim saman við og kóriander og túrmerik, sjóðið í 3 mín. bætið við hrísgrjónum, baunum og 1 1/2 b af vatni. Sjóðið við lágan hita þar til hrísgrjónin eru soðið. Stráið döðlum og kóriander yfir í lokin.

Kryddudhrisgrjon
Krydduð hrísgrjón með döðlum og steiktum kartöflum.

BÓLIVÍAHRÍSGRJÓN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Möndlugrauturinn og möndlugjöfin

Möndlugrauturinn. Í mínu ungdæmi var möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag. Sem er fínn tími. Allir taka hraustlega til matar síns og klára örugglega af diskunum í von um að finna möndluna. Hér er skotheld aðferð til að elda grautinn þannig að hann brennur ekki við og verður silkimjúkur. Einnig eru ráð hvernig á að afhýða möndlur fyrir grautinn, svona ef einhver hefur gleymt að kaupa afhýddar möndlur.