Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

Rúgbrauðssúpa, brauðsúpa, rúgbrauð, malt, maltöl sítróna súpa brauð rúgbrauð brimnes hulda steinsdóttir
Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

Uppáhaldssúpur mínar á bernskuárunum voru lúðusúpa og rúgbrauðssúpa. Eftir að ég varð fullorðinn fékk ég einhvers staðar brauðsúpu að borða, í henni var uppistaðan fransbrauð og ca þriðjungurinn rúgbrauð. Það þótti mér ekki góð súpa.  Til að rifja upp sæluminningar tengdar rúgbrauðssúpunni fékk ég uppskriftina hjá mömmu og er hún hér lítillega breytt. Bæði rúgrauð og maltöl innihalda mikinn sykur þannig að þarf ekki aukasykur. Gerum hvað við getum til að draga úr sykuráti.

— RÚGBRAUÐSSÚPURSÚPUR — RÚGBRAUÐÍSLENSKTMÖMMUUPPSKRIFTIR

 

Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

600 g seytt rúgbrauð
2 1/2 b maltöl
3-4 b vatn
1 msk edik
2-3 msk sítrónusafi
1/2 sítróna í sneiðum
1/2 dl rúsínur
1/3 tsk kanill
1/3 tsk salt
Þeyttur rjómi
Leggið rúgbrauðið í bleyti í maltöli og vatni í 2-3 tíma. Setjið í pott ásamt ediki og sítrónusafa. Sjóðið í 10 – 15 mín. Pískið kekki úr súpunni og bætið við vatni eftir þörfum. Látið að því búnu sítrónusneiðar, rúsínur, kanil og salt saman við. Berið fram með þeyttum rjóma.

 

Rúgrauðssúpa brauðsúpa
Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

 

Rúgrauðssúpa brauðsúpa
Maltöl í rúgbrauðssúpuna

.

— RÚGBRAUÐSSÚPURSÚPUR — RÚGBRAUÐÍSLENSKTMÖMMUUPPSKRIFTIR

— RÚGBRAUÐSSÚPAN GÓÐA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.