
Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa
Uppáhaldssúpur mínar á bernskuárunum voru lúðusúpa og rúgbrauðssúpa. Eftir að ég varð fullorðinn fékk ég einhvers staðar brauðsúpu að borða, í henni var uppistaðan fransbrauð og ca þriðjungurinn rúgbrauð. Það þótti mér ekki góð súpa. Til að rifja upp sæluminningar tengdar rúgbrauðssúpunni fékk ég uppskriftina hjá mömmu og er hún hér lítillega breytt. Bæði rúgrauð og maltöl innihalda mikinn sykur þannig að þarf ekki aukasykur. Gerum hvað við getum til að draga úr sykuráti.
— RÚGBRAUÐSSÚPUR — SÚPUR — RÚGBRAUÐ — ÍSLENSKT — MÖMMUUPPSKRIFTIR —
Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa
600 g seytt rúgbrauð
2 1/2 b maltöl
3-4 b vatn
1 msk edik
2-3 msk sítrónusafi
1/2 sítróna í sneiðum
1/2 dl rúsínur
1/3 tsk kanill
1/3 tsk salt
Þeyttur rjómi
Leggið rúgbrauðið í bleyti í maltöli og vatni í 2-3 tíma. Setjið í pott ásamt ediki og sítrónusafa. Sjóðið í 10 – 15 mín. Pískið kekki úr súpunni og bætið við vatni eftir þörfum. Látið að því búnu sítrónusneiðar, rúsínur, kanil og salt saman við. Berið fram með þeyttum rjóma.


.
— RÚGBRAUÐSSÚPUR — SÚPUR — RÚGBRAUÐ — ÍSLENSKT — MÖMMUUPPSKRIFTIR —
.
Ekkert Egils sykrað djús 😉 það var alltaf hjá okkur
Takk Albert fyrir þessa uppskrift. Brauðsupa með rjoma er i miklu uppahaldi hja okkur mæðgum en einhverra hluta vegna hef eg ekki matreitt hana i aratugi. Uppskriftin þin kom mer af stað og nu biður her fullur pottur af brauðsupu.
Gaman að heyra 🙂
Verði ykkur að góðu
Ég elska Brauðsúpu með þeyttum rjóma við amma gerum stundum hana borðum mikið af henni
Ég mauka hana með töfrasprotanum. Áðurr fyrr var hún marin i gegnum sigti heima hjá mér.
Gott er að setja rugbrauðið í mixara,þá þarf ekkert að sigta
Takk fyrir þessa uppskrift. Kemur svo ekki uppskrift að lúðusúpu líka?
Þessi gamli og góði matur sést alltof sjaldan á borðum!
Bæði brauðsúpan og lúðusúðan, hvortveggja GOTT 😉
Ég fór að setja kakó i stað maltöls og það er sko gott
Verð að búa til brauðsúpu fljótlega, hef alltaf sett maltöl, smá sneið af appelsínu líka en aldrei edik, prófa það kannski næst. Það er líka ótrúlega gott að hafa vanilluís út á hana.
Eru sítrónusneiðarnar veiddar uppúr áður en súpan er borin fram eða maukaðar með??
Já það er ágætt að gera það ef þau maukar með töfrasprota
Ummmm þessi er ekta. Èg vandist því að í brauðsúpu væru líka sveskjur svo èg bætti þeim í mína. Takk fyrir að minna okkur á.
Mæli með kanilstöng í stað kaneldufts. Frábært að fá uppskriftirnar þínar á fésbókinni. Kærar þakkir.
Ég er að elda brauðsúpuna og ilmurinn er svo góður, mikið hlakka ég til að borða hana í kvöld, með miklum rjóma.
Vá! Takk! Loksins fann ég uppskrift af brauðsúpu 🙂 Hef leitað og spurt eftir uppskrift í mörg ár. Sérstaklega þegar ég á rúgbrauð afgangs.
Bakaði rúgbrauð í fyrradag, það er gott, en mjög ‘kompakt’. Hentar örugglega í brauðsúpu. Nú er bara vandamálið að finna maltöl hérna í Svíþjóð.
Hlakka til að prófa þetta. / Linda
Comments are closed.