
Hvernig á að borða snyrtilega í (fermingar)veislum þar sem oft er þröngt á þingi?
Ef um matar- eða kaffiveislu í heimahúsi er að ræða er yfirleitt komið fyrir litlum borðum þar sem má leggja frá sér diska eða glös.
Þegar veitingarnar eru eitthvað sem fólk tekur í höndina, þá er aðalatriðið að standa ekki við borðið og hindra að aðrir komist að (eins og mér hættir til að gera). Sumir taka líka servíettu og raða á hana eins og á disk sem getur átt stundum við en getur líka verið óþarfi. Oftast er nóg að fá sér einn bita í einu og hleypa öðrum að borðinu – borðið fer ekkert frá okkur.
.
— FERMINGAR – HEITIR RÉTTIR — KAFFIBOÐ — TERTUR — VEISLUR — BRAUÐTERTUR —
.