Hvernig á að borða snyrtilega í (fermingar)veislum þar sem oft er þröngt á þingi?

Hvernig á að borða snyrtilega hlaðborð þröngt borðsiðir etiquette
Það getur verið vandi að fá sér á diskinn í þrengslum við veisluborðið

Hvernig á að borða snyrtilega í (fermingar)veislum þar sem oft er þröngt á þingi?

Ef um matar- eða kaffiveislu í heimahúsi er að ræða er yfirleitt komið fyrir litlum borðum þar sem má leggja frá sér diska eða glös.

Þegar veitingarnar eru eitthvað sem fólk tekur í höndina, þá er aðalatriðið að standa ekki við borðið og hindra að aðrir komist að (eins og mér hættir til að gera). Sumir taka líka servíettu og raða á hana eins og á disk sem getur átt stundum við en getur líka verið óþarfi. Oftast er nóg að fá sér einn bita í einu og hleypa öðrum að borðinu – borðið fer ekkert frá okkur.

.

FERMINGAR – HEITIR RÉTTIRKAFFIBOÐTERTURVEISLUR —  BRAUÐTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Brauðtertudrottningin Ásdís

 

Brauðtertudrottningin Ásdís. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ég er afar svagur fyrir brauðtertum. Kona er nefnd Ásdís Hjálmtýsdóttir. Nafn hennar hefur oft verið nefnt þegar talað er um (brauð)tertur, annað kaffimeðlæti já eða bara hvaða veitingar sem er. Um daginn hitt ég Ásdísi í búð og nefndi við hana hvort hún vildi hringja í mig næst þegar hún setti á brauðtertu. Það liðu ekki margir dagar þangað til Ásdís hringdi og ég fór og myndaði herlegheitin. Auk þess að útbúa brauðtertur var hún með perutertu, marengstertu með kókosbollurjóma á milli, heita rétti og rjómatertur með vanillubúðingi á milli. Þess má geta að Ásdís er með veitingaþjónustu auk þess að matbúa fyrir börn og starfsfólk á leikskóla.

Möndlumjólk

Möndlur

Möndlumjólk er bráðholl. Möndlur eru prótinríkar, fullar af góðum fitusýrum og með allskonar andoxunarefnum. Döðlurnar eru í uppskriftinni til að fá sætukeim, sumir nota líka vanillu til að fá auka bragð.

Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð

Bláberjahjónabandssæla. Ætli megi ekki segja að þetta sé hliðarútgáfa af hjónabandssælunni góðu. Það má baka þessa hvort heldur er í kringlóttu formi eða í ofnskúffu eins og venjulega hjónabandssælu. Mjög góð með kaffinu, bökum og höfum kvöldkaffi eða bjóðum gestum heim :)