High Tea – Síðdegiste – Afternoon tea

High Tea - Síðdegiste - Afternoon tea William Hanson
William Hanson, einn helsti sérfræðingur Breta í mannasiðum.

High Tea – Síðdegiste – Afternoon tea. Ógleymanlegt og einstakt 

Sögu teboða má rekja til þess þegar Charles II kvæntist Catherine af Braganza í Portúgal. Þá var tedrykkja orðin almenn meðal hefðarfólks í Evrópu. Um 1830 þróuðust teboðin í það sem við þekkjum í dag. Talið er að Anna hertogaynja af Bedford hafi boðið í fyrsta Afternoon Tea-ið. Fljótlega breiddist siðurinn út meðal hefðarfólksins. Það er eftirminnilegt að fara í alvöru afternoon tea.

Ef þið hafið ekki prófað Afternoon Tea ættuð þið að drífa í, en betra er að kunna reglurnar eða siðina – veit ekki hversu oft ég fór í síðdegiste án þess að kunna þetta. Fyrst og fremst snýst High Tea um ógleymanlegt og einstakt kaffisamsæti (eða tesamsæti) – alls ekkert snobb. Á betri stöðum er skilyrði að gestir séu snyrtilega klæddir. Afternoon Tea er eldgömul hefð sem við skulum virða.

Það á við hér eins og víðar; til þess að allir geti verið afslappaðir í boðinu er betra að kunna út á hvað þetta gengur. Við byrjum á samlokunum neðst á bakkanum og borðum okkur upp. Síðan á helst að hella mjólkinni fyrst í bollann á undan teinu og ekki hræra í hringi með teskeiðinni, heldur fram og til baka án þess að snerta bollann – Englendingum finnst æskilegt að halda fallega á bollanum. Já það er margt í mörgu en hér er myndband sem gott er að horfa á áður en haldið er af stað. 

AFTERNOON TEAENGLANDWILLIAM HANSONPORTÚGAL

.

Scones enskar skonsur
Hinar frægu ensku skonsur (scones) á ekki að skera í tvennt heldur snúa í sundur 🙂

Maðurinn á myndinni (og í myndbandinu) er William Hanson einn helsti sérfræðingur Breta í mannasiðum.

Svo er hér annað myndband, þessi dama er öllu frjálslegri.

Afternoon tea high tea enskt síðdegiskaffi teboð
Það er eftirminnilegt að fara í alvöru enskt síðdegiste

Afternoon Tea AfternoonTea

Afternoon tea high tea enskt síðdegiskaffi teboð

AFTERNOON TEAENGLANDWILLIAM HANSONPORTÚGAL

— AFTERNOON TEA, SÍÐDEGISTE, HIGH TEA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávaxtaterta – holl og góð terta

Avaxtaterta

Ávaxtaterta. Það er fátt matartengt sem gleður mig eins þessa mánuðina eins og hrátertur, enda hver annarri betri. Ólíkt „venjulegum tertum“ þá eru hrátertur jafngóðar ef ekki betri daginn eftir.  Heiðurshjónin Vildís og Charles buðu upp á ávaxtatertu sem eftirrétt

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017. Nýlega fór fram hin árlega smákökusamkeppni Kornax. Fjölmargar dásamlega góðar smákökur kepptu og dómnefndinni var mikill vandi á höndum. Eftir að hafa fækkað niður í tuttugu voru þær smakkaðar aftur og gefin stig. Að því búnu voru stigin talin og hér er topp 4 listinn

Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis

Frá því í haust hef ég reglulega hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing. Saman höfum við grandskoðað mataræði mitt með það fyrir augum að lifa betra lífi. Beta Reynis tók ljúflega áskorun að vera gestabloggari - það vafðist nú ekki fyrir henni frekar en annað „Í Hveragerði búa mætir vinir mínir og ég er svo heppin að þau hafa mikla trú á matargerð minni og hafa sýnt það og sannað að matarást er fullkomin ást. Soffía Theodórsdóttir og maðurinn hennar Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Denni eins og hann er kallaður, búa í fallegu húsi með opið eldhús og er óendalega gaman að elda hjá þeim og taka þátt í gleðinni þegar þau halda boð."