Ferskur grænn drykkur

Ferskur grænn drykkur heilsudrykkur steinselja gúrka agúrka sellerí engifer pera
Ferskur grænn drykkur með steinselju, gúrku, selleríi, engifer og peru

Ferskur grænn drykkur. Það er frískandi og hollt að drekka nýpressaðan safa úr grænmeti og ávöxtum. Það er nú ekki alveg hægt að segja að það sé regla á þessu hjá okkur. Svona við og við fáum við okkur grænan drykk. Engir tveir drykkir eru þó eins en oftast er vel af engiferi.

Ferskur grænn drykkur
Ferskur og fagurgrænn drykkur
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Gaman að segja frá því að Rabarbarapæið fræga hefur fengið upplyftingu. Sumarútgáfan í ár er með einu litlu epli, kókosmjöli og góðum slatta af Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus. Ég legg ekki meira á ykkur.

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu

Rannveig Fríða og Arnold Postl

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu. Það eru gamlar gleðilegar fréttir og nýjar að óperusöngvarar hafa mikinn áhuga á mat, bæði að elda, tala um og borða góðan mat. Óperusöngkonan Rannveig Fríða Bragadóttir hefur búið og starfað í Vínarborg í fjölmörg ár. Rannveig og eiginmaður hennar Arnold Postl bjóða gjarnan börnunum sínum í mat á sunnudögum.

Geiri Smart – veitingahús

Geiri Smart Geiri Smart

Geiri Smart - veitingahús. Öll (smá)atriði þaulhugsuð.  Veitingastaðurinn fer beint á topp fimm yfir bestu veitingahús á Íslandi. SMART, SMART, SMART.

Þema á staðnum og á hótelinu í sama húsi tengist hinu bráðskemmtilega bandi Spilverki Þjóðanna. T.d. er matseðillinn með A og B hlið, eins og á vinyl plötu.

Það er kannski klisja að tala um falið leyndarmál EN ... Mikið svakalega kom allt okkur á óvart. Þetta er ævintýralega vel heppnaður veitingastaður á besta stað í borginni. Þaulhugsað heildarkonsept, allt frá einstaklega töff og um leið notalegu umhverfi, yfir í matseld sem lætur bragðlaukana beinlínis fagna með gleðitárum, klæðileg og smart föt þjónanna og handgert leirtau. Íslensk hönnun er í hávegum höfð og húsgögn sem smíðuð hafa verið fyrir staðinn eru gerð hérlendis.