High Tea – Síðdegiste – Afternoon tea

High Tea - Síðdegiste - Afternoon tea William Hanson
William Hanson, einn helsti sérfræðingur Breta í mannasiðum.

High Tea – Síðdegiste – Afternoon tea. Ógleymanlegt og einstakt 

Sögu teboða má rekja til þess þegar Charles II kvæntist Catherine af Braganza í Portúgal. Þá var tedrykkja orðin almenn meðal hefðarfólks í Evrópu. Um 1830 þróuðust teboðin í það sem við þekkjum í dag. Talið er að Anna hertogaynja af Bedford hafi boðið í fyrsta Afternoon Tea-ið. Fljótlega breiddist siðurinn út meðal hefðarfólksins. Það er eftirminnilegt að fara í alvöru afternoon tea.

Ef þið hafið ekki prófað Afternoon Tea ættuð þið að drífa í, en betra er að kunna reglurnar eða siðina – veit ekki hversu oft ég fór í síðdegiste án þess að kunna þetta. Fyrst og fremst snýst High Tea um ógleymanlegt og einstakt kaffisamsæti (eða tesamsæti) – alls ekkert snobb. Á betri stöðum er skilyrði að gestir séu snyrtilega klæddir. Afternoon Tea er eldgömul hefð sem við skulum virða.

Það á við hér eins og víðar; til þess að allir geti verið afslappaðir í boðinu er betra að kunna út á hvað þetta gengur. Við byrjum á samlokunum neðst á bakkanum og borðum okkur upp. Síðan á helst að hella mjólkinni fyrst í bollann á undan teinu og ekki hræra í hringi með teskeiðinni, heldur fram og til baka án þess að snerta bollann – Englendingum finnst æskilegt að halda fallega á bollanum. Já það er margt í mörgu en hér er myndband sem gott er að horfa á áður en haldið er af stað. 

AFTERNOON TEAENGLANDWILLIAM HANSONPORTÚGAL

.

Scones enskar skonsur
Hinar frægu ensku skonsur (scones) á ekki að skera í tvennt heldur snúa í sundur 🙂

Maðurinn á myndinni (og í myndbandinu) er William Hanson einn helsti sérfræðingur Breta í mannasiðum.

Svo er hér annað myndband, þessi dama er öllu frjálslegri.

Afternoon tea high tea enskt síðdegiskaffi teboð
Það er eftirminnilegt að fara í alvöru enskt síðdegiste

Afternoon Tea AfternoonTea

Afternoon tea high tea enskt síðdegiskaffi teboð

AFTERNOON TEAENGLANDWILLIAM HANSONPORTÚGAL

— AFTERNOON TEA, SÍÐDEGISTE, HIGH TEA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.