High Tea – Síðdegiste – Afternoon tea

High Tea - Síðdegiste - Afternoon tea William Hanson
William Hanson, einn helsti sérfræðingur Breta í mannasiðum.

High Tea – Síðdegiste – Afternoon tea. Ógleymanlegt og einstakt 

Sögu teboða má rekja til þess þegar Charles II kvæntist Catherine af Braganza í Portúgal. Þá var tedrykkja orðin almenn meðal hefðarfólks í Evrópu. Um 1830 þróuðust teboðin í það sem við þekkjum í dag. Talið er að Anna hertogaynja af Bedford hafi boðið í fyrsta Afternoon Tea-ið. Fljótlega breiddist siðurinn út meðal hefðarfólksins. Það er eftirminnilegt að fara í alvöru afternoon tea.

Ef þið hafið ekki prófað Afternoon Tea ættuð þið að drífa í, en betra er að kunna reglurnar eða siðina – veit ekki hversu oft ég fór í síðdegiste án þess að kunna þetta. Fyrst og fremst snýst High Tea um ógleymanlegt og einstakt kaffisamsæti (eða tesamsæti) – alls ekkert snobb. Á betri stöðum er skilyrði að gestir séu snyrtilega klæddir. Afternoon Tea er eldgömul hefð sem við skulum virða.

Það á við hér eins og víðar; til þess að allir geti verið afslappaðir í boðinu er betra að kunna út á hvað þetta gengur. Við byrjum á samlokunum neðst á bakkanum og borðum okkur upp. Síðan á helst að hella mjólkinni fyrst í bollann á undan teinu og ekki hræra í hringi með teskeiðinni, heldur fram og til baka án þess að snerta bollann – Englendingum finnst æskilegt að halda fallega á bollanum. Já það er margt í mörgu en hér er myndband sem gott er að horfa á áður en haldið er af stað. 

AFTERNOON TEAENGLANDWILLIAM HANSONPORTÚGAL

.

Scones enskar skonsur
Hinar frægu ensku skonsur (scones) á ekki að skera í tvennt heldur snúa í sundur 🙂

Maðurinn á myndinni (og í myndbandinu) er William Hanson einn helsti sérfræðingur Breta í mannasiðum.

Svo er hér annað myndband, þessi dama er öllu frjálslegri.

Afternoon tea high tea enskt síðdegiskaffi teboð
Það er eftirminnilegt að fara í alvöru enskt síðdegiste

Afternoon Tea AfternoonTea

Afternoon tea high tea enskt síðdegiskaffi teboð

AFTERNOON TEAENGLANDWILLIAM HANSONPORTÚGAL

— AFTERNOON TEA, SÍÐDEGISTE, HIGH TEA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lífsstílskaffi í Gerðubergi

Lífsstílskaffi, fyrirlestur í Gerðubergi í kvöld kl 20. Af heimasíðu Gerðubergs:  „Matseld, veislur, borðsiðir og kurteisi eru Albert Eiríkssyni hugleikin, en hann er einn kunnasti matgæðingur landsins og þekktur fyrir skemmtilegar veislur og afbragðsgóðar uppskriftir. Á lífsstílskaffi marsmánaðar segir Albert frá breytingum sem hann upplifði við að taka mataræðið til endurskoðunar. Þá verður farið yfir undirbúning og skipulagningu á veislum og nokkra helstu borðsiðina.

Albert Eiríksson heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins,alberteldar.com. Fyrir utan fjölbreyttar uppskriftir má þar finna færslur um borðsiði, umfjallanir um veitinga- og kaffihús, gamlan og nýjan fróðleik."