Allegrini, ítölsk gæðavín

Allegrini

Allegrini, sem valið var víngerðarhús Ítalíu 2016, er einn virtasti vínframleiðandi á Valpolicella svæðinu og miklir frumkvöðlar í aðferðum til vínræktar. Vínekrur Allegrini eru nær allar á svokölluðu „Classico-svæði“ innan Valpolicella sem þykir vera mikið gæðamerki. Fjölskyldan hefur verið í fararbroti víngerðarmanna Valpolicella, síðan á 16 öld og sú reynsla hefur skilað sér mann fram að manni.

Allegrini Belpasso. Frá vínekrunum við Verona kemur þetta yndislega vín, upphaflega búið til fyrir dönsku hirðina. Gert með Appassimento aðferðinni. Djúprautt og ilmar af þurrkuðum ávöxtum, dökkum berjum og vanillu. Ferskt en mjúkt bragð með plómum, súkkulaði og kryddjurtum. Endist lengi í munni. Passar vel með kjötréttum og ostum. Verð í Vínbúðinni: 2.145 kr.

Allegrini Corte Giara Chardonnay. Hin göfuga Búrgundarþrúga með ítölskum sjarma. Blóm, epli, perur og sítrusangan. Bragð í fullkomnu jafnvægi, kraftmikið með skarpri sýru. Passar vel með sushi, skelfisk, lax og krydduðum mat. Verð í Vínbúðinni: 1.780 kr.

Allegrini Soave. Ræktað í hlíðum Veneto. Ilmur af jasmín blómum og sítrus ávöxtum. Meðalfylling, afar ferskt og ávaxtaríkt í bragði. Passar vel með reyktu og grilluðu sjávarfangi. Austurlenskum mat, svo sem tempura, sushi og sashimi. Verð í Vínbúðinni: 2.090 kr.

Allegrini Palazzo della Torre. Margverðlaunað vín, þar á meðal Gyllta glasið 2016, og eitt söluhæsta Valpolicella vín í Norður-Ameríku. Þroskuð kirsuber, hnetur, kanill og villt berjabragð. Plómur, rúsínur og  pipar í ilmi. Palazzo della Torre er geymt á eik í 15 mánuði til að ná fram lit og angan. Framleitt með Ripasso aðferð. Passar vel með dökku kjöti sem og ítölskum réttum í þyngri kantinum. Verð í Vínbúðinni: 2.990 kr.

Poggio al Tesoro Mediterra. Dótturfyrirtæki Allegrini framleiðir þetta einstaka vín í Bolgheri nálægt miðjarðarhafinu líkt og nafnið gefur til kynna. Arómatískt og afar ávaxtaríkt, ilmur af brómberjum, kirsuberjum og kryddum. Blanda af Syrah, Cabernet Sauvignon og Merlot ræktað við kjöraðstæður í Toscana. Hlaut nýverið gullið á Berliner Wein Trophy 2016. Passar vel með léttari kjötréttum og ostum. Bragðast einnig afar vel, örlítið kælt með ýmsum fiskréttum til dæmis saltfiski. Verð í Vínbúðinni: 2.740 kr.

Allegrini Amarone della Valpolicella Classico Framandi kryddjurtir, beikon, grillaðar jurtir jarðaber og brómber allt má þetta finna í ilmi þessa magnaða víns. Í bragði má finna súkkulaði og rúsínur. Gott jafnvægi sýru og tanníns. Passar með villibráð, grilluðu kjöti og vel þroskuðum ostum. Sætleikinn gerir það að verkum að kryddaður matur hentar víninu afar vel. Verð í Vínbúðinni: 7.990 kr.

Þessi vín eru nú fáanleg í Vínbúðinni og eru flutt inn af Fiskmarkaðinum og Grillmarkaðinum.

Allegrini

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.