
Angelina – uppáhalds kaffihúsið í París
Angelina er uppáhalds kaffihúsið mitt í París. Staðsett á Rue de Rivoli 226. Við hliðina á Tuileries garðinum sem er á milli Louvre safnsins og Place de la Concorde. Hnausþykkt heitt súkkulaðið er svo gott að ég mundi ganga hálfa París bara fyrir það – fyrir svo utan allt kaffimeðlætið og einstaklega fallegt umhverfi. Vildi bara deila þessu með ykkur ef þið eru á leið til Parísar og viljið fara á stórfínt kaffihús. Þið sjáið ekki eftir því.
.
— PARÍS — FRAKKLAND — KAFFI- OG VEITINGAHÚS —
.

🇫🇷
— ANGELINA, UPPÁHALDSKAFFIHÚSIÐ Í PARÍS —
🇫🇷