Angelina – uppáhalds kaffihúsið í París

Angelina – uppáhalds kaffihúsið í París Gunnar Þorsteinn halldórsson sjólyst Selma Guðmundsdóttir Frakkland franskur matur franskt Guðrún s birgisdóttir Albert
Selma Guðmundsdóttir, Guðrún S. Birgisdóttir og Albert á Angelina kaffihúsinu í París

Angelina – uppáhalds kaffihúsið í París

Angelina er uppáhalds kaffihúsið mitt í París. Staðsett á Rue de Rivoli 226. Við hliðina á Tuileries garðinum sem er á milli Louvre safnsins og Place de la Concorde. Hnausþykkt heitt súkkulaðið er svo gott að ég mundi ganga hálfa París bara fyrir það – fyrir svo utan allt kaffimeðlætið og einstaklega fallegt umhverfi. Vildi bara deila þessu með ykkur ef þið eru á leið til Parísar og viljið fara á stórfínt kaffihús. Þið sjáið ekki eftir því.

.

PARÍSFRAKKLANDKAFFI- OG VEITINGAHÚS

.

Angelina – uppáhalds kaffihúsið í París
Gunnar Þorsteinn vinur okkar fór með okkur fyrst á Angelina sem allar götur síðan hefur verið uppáhalds kaffihúsið í París

Angelina – uppáhalds kaffihúsið í París AngelinaParis

🇫🇷

— ANGELINA, UPPÁHALDSKAFFIHÚSIÐ Í PARÍS —

🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi. Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Þegar Siglfirðingar eru annars vegar kemur manni ekkert á óvart lengur, þar lætur fólk verkin tala. Síðasta sumar opnaði Fríða Gylfadóttir þar súkkulaði- og kaffihús eftir að hafa sest á súkkulaðiskólabekk í Belgíu.