Eru börnin boðin líka?

Er börnunum boðið? Eru börnin boðin líka? veisla fermingarveisla matarboð gifting brúðkaup etiquette
Gerum ekki mál úr þessu og móðgumst alls ekki þótt börnunum sé ekki boðið með.

Eru börnin boðin líka?

Alloft er börnum ekki boðið í brúðkaup eða í stórafmæli, þar sem vín er haft um hönd. Ef nöfn fullorðinna og nöfn barnanna standa á kortinu eða í tölvupóstinum, er ljóst að þeim er boðið. Ef nöfn barnanna eru ekki, er sömuleiðis ljóst að þeim er ekki boðið. Ef engin nöfn eru á boðskortinu, þurfum við að skrá á kortið það sem stendur á umslaginu, því að oft vill gleymast hvernig þetta átti að vera þegar komið er að boðinu og umslagið löngu komið upp í Sorpu.

Á dögunum frétti ég af boðskorti í giftingu, á því stóð meðal annars: Setjið börnin í pössun og pússið dansskóna.

Já, já auðvitað eruð börnin vel upp alin, prúð og allt það, við tökum samt ekki ráðin í okkar hendur. Í fullorðinsveislum fjúka allskonar fullorðinsbrandarar og annað sem er ekki ætlað börnum. Gerum ekki mál úr þessu og móðgumst alls ekki þótt börnunum sé ekki boðið með. Svörum boðskortinu og hringjum strax í barnapíuna, gerum okkur glaðan dag og njótum.

Endilega deilið með fólki sem er að skipuleggja brúðkaup eða aðra stórviðburði og sendir út boðskort.

GIFTINGBORÐSIÐIR/KURTEISIBOÐSKORT

— ERU BÖRNIN BOÐIN LÍKA? —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ítalskt tómatasalat

Ítalskt tómatasalat. Hollt og gott tómatasalat eins og þetta passar með flestum réttum, já ef ekki bara öllum. Það er ágætt að láta salatið standa í um klukkustund áður en það er borið fram.

SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum

Súkkulaðismákökur með hnetum

SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum. Nú er ég algjörlega að missa mig í súkkulaðinu, ofurgóða súkkulaðinu. Í þessar kökur má nota hvaða tegund af hnetum sem fólk vill, ber eða fræ. Njótið vel með kaffi eða ís eða……

Engiferdressing

Engiferdressing. Í bókabúð rakst ég á nýlega útkomna bók sem heitir Boðið vestur - veisluföng úr náttúru Vestfjarða. Bókin er matreiðslubók en meira en það. Í bókinni, sem skipt er upp í kafla eftir  mánuðum ársins, er mikill fjöldi uppskrifta að ýmiss konar réttum að vestan úr því náttúrulega hráefni sem í boði er á hverjum árstíma. Fínasta bók sem vel má mæla með.

Gautaborg – matarborgin fjölbreytta

Gautaborg - matarborgin fjölbreytta. Þar eru fjölbreyttir matsölustaðir og kaffihús á hverju götuhorni og matarmenningin á háu stigi enda nokkrir Michelin staðir í borginni. Það er gaman að heimsækja Gautaborg, hún er draumur fyrir allt mataráhugafólk, ekki síst grænmetis/veganfólk. Gautaborg kom okkur mjög á óvart, skemmtilega á óvart.

Gerbollubrauðhleifur

Gerbollubrauðhleifur. Það er ótrúlega töff að bera fram stóran hleif af brauðbollum. Hann sómir sér vel á hlaðborði og öllum líkar vel við heimabakað brauðmeti.