Eru börnin boðin líka?

Er börnunum boðið? Eru börnin boðin líka? veisla fermingarveisla matarboð gifting brúðkaup etiquette
Gerum ekki mál úr þessu og móðgumst alls ekki þótt börnunum sé ekki boðið með.

Eru börnin boðin líka?

Alloft er börnum ekki boðið í brúðkaup eða í stórafmæli, þar sem vín er haft um hönd. Ef nöfn fullorðinna og nöfn barnanna standa á kortinu eða í tölvupóstinum, er ljóst að þeim er boðið. Ef nöfn barnanna eru ekki, er sömuleiðis ljóst að þeim er ekki boðið. Ef engin nöfn eru á boðskortinu, þurfum við að skrá á kortið það sem stendur á umslaginu, því að oft vill gleymast hvernig þetta átti að vera þegar komið er að boðinu og umslagið löngu komið upp í Sorpu.

Á dögunum frétti ég af boðskorti í giftingu, á því stóð meðal annars: Setjið börnin í pössun og pússið dansskóna.

Já, já auðvitað eruð börnin vel upp alin, prúð og allt það, við tökum samt ekki ráðin í okkar hendur. Í fullorðinsveislum fjúka allskonar fullorðinsbrandarar og annað sem er ekki ætlað börnum. Gerum ekki mál úr þessu og móðgumst alls ekki þótt börnunum sé ekki boðið með. Svörum boðskortinu og hringjum strax í barnapíuna, gerum okkur glaðan dag og njótum.

Endilega deilið með fólki sem er að skipuleggja brúðkaup eða aðra stórviðburði og sendir út boðskort.

GIFTINGBORÐSIÐIR/KURTEISIBOÐSKORT

— ERU BÖRNIN BOÐIN LÍKA? —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frönsk eplabaka

Fronskeplabaka

Frönsk eplabaka. Ó, þessi er alltaf svo góð, vorum með matarboð þar sem þemað var Frakkland, gestirnir lofuðu bökuna í hástert, hún var borin var fram með Kjörís ársins

Konfektterta

Konfektterta. Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Einu sinni voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Sigurbjörg frænka mín Bjarnadóttir bakaði Konfekttertu og kom með. Alveg stórfín terta sem ber nafn með rentu.