Auglýsing
Kínóasalat Kínósaalat með kóríander og lime
Kínósaalat með kóríander og lime

Kínósaalat með kóríander og lime.

Létt og gott salat sem getur bæði verið sér réttur eða meðlæti með góðum mat. Kínóa fer vel í maga og við ættum að nota það meira í matargerð, það innildur prótín, kalk, járn, sink, B-vítamín. Svo er það glúteinlaust.

KÍNÓASALÖT

.

Kínósaalat með kóríander og lime

1 1/2 bolli kínóa

3 b vatn

4 tómatar

2 paprikur

1/2 búnt kóríander

1/4 rauðlaukur

1 hvítlauksrif, saxað smátt

safi úr 1 lime

1/3 tsk grænmetiskraftur

salt og pipar

Setjið kínóa í sigti og skolið með því að láta kalt vatn renna á það. Setjið það síðan í pott ásamt vatni og sjóðið í um 20 mín. Takið lokið af og látið kólna í dágóða stund (þarf ekki að kæla). Skerið tómata í báta, papriku í bita, saxið kóríander og lauk. Blandið öllu saman við kínóaið, kreystið limesafa yfir og kryddið með grænmetiskrafti, salti og pipar. Látið standa í um klst.

KÍNÓASALÖT

.

Auglýsing