Kínósaalat með kóríander og lime.
Létt og gott salat sem getur bæði verið sér réttur eða meðlæti með góðum mat. Kínóa fer vel í maga og við ættum að nota það meira í matargerð, það innildur prótín, kalk, járn, sink, B-vítamín. Svo er það glúteinlaust.
.
Kínósaalat með kóríander og lime
1 1/2 bolli kínóa
3 b vatn
4 tómatar
2 paprikur
1/2 búnt kóríander
1/4 rauðlaukur
1 hvítlauksrif, saxað smátt
safi úr 1 lime
1/3 tsk grænmetiskraftur
salt og pipar
Setjið kínóa í sigti og skolið með því að láta kalt vatn renna á það. Setjið það síðan í pott ásamt vatni og sjóðið í um 20 mín. Takið lokið af og látið kólna í dágóða stund (þarf ekki að kæla). Skerið tómata í báta, papriku í bita, saxið kóríander og lauk. Blandið öllu saman við kínóaið, kreystið limesafa yfir og kryddið með grænmetiskrafti, salti og pipar. Látið standa í um klst.
.