Kínósaalat með kóríander og lime

Kínóasalat Kínósaalat með kóríander og lime
Kínósaalat með kóríander og lime

Kínósaalat með kóríander og lime.

Létt og gott salat sem getur bæði verið sér réttur eða meðlæti með góðum mat. Kínóa fer vel í maga og við ættum að nota það meira í matargerð, það innildur prótín, kalk, járn, sink, B-vítamín. Svo er það glúteinlaust.

KÍNÓASALÖT

.

Kínósaalat með kóríander og lime

1 1/2 bolli kínóa

3 b vatn

4 tómatar

2 paprikur

1/2 búnt kóríander

1/4 rauðlaukur

1 hvítlauksrif, saxað smátt

safi úr 1 lime

1/3 tsk grænmetiskraftur

salt og pipar

Setjið kínóa í sigti og skolið með því að láta kalt vatn renna á það. Setjið það síðan í pott ásamt vatni og sjóðið í um 20 mín. Takið lokið af og látið kólna í dágóða stund (þarf ekki að kæla). Skerið tómata í báta, papriku í bita, saxið kóríander og lauk. Blandið öllu saman við kínóaið, kreystið limesafa yfir og kryddið með grænmetiskrafti, salti og pipar. Látið standa í um klst.

KÍNÓASALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ítölsk eplakaka – einstaklega góð

Ítölsk eplakaka. Stundum fæ ég sendar uppáhaldsuppskriftir fólks og er afar þakklátur fyrir. Hins vegar gleymi ég stundum að skrá hjá mér hver sendi, það á við um þessa ítölsku eplaköku. Einstaklega ljúf og bragðgóð terta sem á alltaf við. Takk fyrir hver sem sendi.

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi. Á ferðalagi í Grikklandi fyrir mörgum árum bragðaði ég ferskar fíkjur í fyrsta skipti. VÁ! hvað þær brögðuðust vel. Það er langur bragðvegur frá þurrkuðum fíkjum til þeirra fersku.

Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Bláberjaterta - brosandi góð hollusta. Sumarvinnan mín í ár er að elda á hóteli í Breiðdal. Aðstoðarstúlkurnar, sem ég kalla oftast gengilbeinur, fengu áskorun: Að semja texta við þessa tertu sem öllum þótti einstaklega góð. Myndin hér að neðan var tekin þegar þær í mikilli gleðivímu, sömdu textann og flissuðu heil ósköp á meðan. Texti þeirra er svo fyrir neðan myndina  #lesistmeðþartilgerðumgleraugum

Hótel Húsafell – þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa

Hótel Húsafell Hótel Húsafell

Hótel Húsafell. Í senn þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa, enda fær hann eina hæstu einkunn sem íslenskur staður fær á Trip Advisor.  Í notalegum veitingasalnum fengum við sex rétta sælkeraveislumáltíð sem hefði getað sómt sér á hvaða glæsiveitingastað heimsins. Fallegir og ólíkir matardiskar glöddu augað. Aðal atriðið og það sem toppar allt er maturinn. Sambland af alþjóðlegum veitingum en samt er svo stutt í íslenska tengingu.