Árið 1836 birtist listi yfir borðsiði í Englandi
Satt best að segja á flest af þessu við enn þann dag í dag.
Aldrei leika þér með hnífapörin eða mylja niður brauðið
Aldrei setja olnboga á borðið, eða sitja hokinn yfir matnum
Aldrei tala of hátt og yfirgnæfa aðra
Gerðu þitt besta til að halda uppi skemmtilegum samræðum.
Aldrei hósta eða hnerra við matarborðið.
Aldrei rugga stólnum aftur á bak.
Aldrei tala með fullan munninn.
Aldrei opna munninn á meðan þú tyggur. Það er ónauðsynlegt að sýna fólki og leyfa því að heyra hvernig þú tyggur matinn.
Aldrei segja að maturinn sé vondur.
Aldrei stinga brauði ofan í súpuna eða klára sósuna. Það er mjög ókurteist.
Aldrei standa upp frá borðum nema til að afsaka þig eða þegar borðhaldið er yfirstaðið.
Borðaðu ostrur með gaffli.
Ef þú vilt gefa til kynna að þig langi í meira te eða kaffi, settu skeiðina á undirskálina.
Te eða kaffi skal aldrei hella í undirskálina til að kæla það, heldur drukkið úr bollanum.
EF einhver réttir þér matarílát, fáðu þér fyrst, og réttu það svo áfram.