Árið 1836 birtist listi yfir borðsiði í Englandi

ENGLAND borðsiðir Árið 1836 birtist listi yfir borðsiði í Englandi mannasiðir etiquette

Árið 1836 birtist listi yfir borðsiði í Englandi

Satt best að segja á flest af þessu við enn þann dag í dag.

Aldrei leika þér með hnífapörin eða mylja niður brauðið

Aldrei setja olnboga á borðið, eða sitja hokinn yfir matnum

Aldrei tala of hátt og yfirgnæfa aðra

Gerðu þitt besta til að halda uppi skemmtilegum samræðum.

Aldrei hósta eða hnerra við matarborðið.

Aldrei rugga stólnum aftur á bak.

Aldrei tala með fullan munninn.

Aldrei opna munninn á meðan þú tyggur. Það er ónauðsynlegt að sýna fólki og leyfa því að heyra hvernig þú tyggur matinn.

Aldrei segja að maturinn sé vondur.

Aldrei stinga brauði ofan í súpuna eða klára sósuna. Það er mjög ókurteist.

Aldrei standa upp frá borðum nema til að afsaka þig eða þegar borðhaldið er yfirstaðið.

Borðaðu ostrur með gaffli.

Ef þú vilt gefa til kynna að þig langi í meira te eða kaffi, settu skeiðina á undirskálina.

Te eða kaffi skal aldrei hella í undirskálina til að kæla það, heldur drukkið úr bollanum.

EF einhver réttir þér matarílát, fáðu þér fyrst, og réttu það svo áfram.

Borðsiðir kaffikanna

.

KURTEISISFÆRSLUR ENGLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast, en marga vantar þetta mikilvæga steinefni. Á síðustu öld minnkaði magnesíumneyslu um allt að 50% og það er áætlað að aðeins hjá fimmtungi íbúa vesturlanda sé magnesíumforðinn í lagi. Skortur á magnesíum kemur fram í mögum sjúkdómum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum/tönnum, hjartasjúkdómum, mígreni, vöðvakrampar, sársaukafullum tíðablæðingum, og jafnvel sykursýki. Úr 100 grömmum af hráu kakói fáum við 550 mg af magnesíum.

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum. Starf kvenfélaga víða um land stendur í miklum blóma. Konurnar leggja á sig mikla vinnu, safna peningum sem síðan renna til góðra málefna, auk þess sem félagsskapurinn eykur samheldni og styrkir einstaklingana, sem oft springa út sem áhrifavaldar í samfélaginu.  Í vikunni var okkur boðið að spjalla við kvenfélagskonur í Flóanum og að sjálfsögðu svignuðu borðin af dásamlegu góðgæti.. Kvenfélög Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps halda saman árlega kvöldvöku á vorin.  Mikið á vel við mig að vera boðinn í kaffisamsæti þar sem veisluborðið er hlaðið að heimagerðu bakkelsi og hitta skemmtilegt fólk!