Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur – þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.

Texti: Albert Eiríksson (albert.eiriksson (hjá) gmail.com)

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hótel Húsafell – þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa

Hótel Húsafell Hótel Húsafell

Hótel Húsafell. Í senn þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa, enda fær hann eina hæstu einkunn sem íslenskur staður fær á Trip Advisor.  Í notalegum veitingasalnum fengum við sex rétta sælkeraveislumáltíð sem hefði getað sómt sér á hvaða glæsiveitingastað heimsins. Fallegir og ólíkir matardiskar glöddu augað. Aðal atriðið og það sem toppar allt er maturinn. Sambland af alþjóðlegum veitingum en samt er svo stutt í íslenska tengingu.

Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi. Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.