Sítrusapríkósumarmelaði
Útvarpskonunni ljúfu, Ingveldi G. Ólafsdóttur er margt til lista lagt og er vel þekkt fyrir að galdra fram veislumat úr svo að segja engu. Hún er afar nýtin á matarafganga eitthvað sem margir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Frétti af bragðgóðu marmelaði hjá Ingveldi og hún tók ljúflega í beiðni mína um uppskriftina
„Appelsínumarmelaðið er eitthvað sem ég þróaði upp úr uppskrift sem ég fékk i eldhúsi útvarpsins. Ég minnkað t.a m. sykurskammtinn þar sem ég er ekki hrifin af dísætum sultum og marmelöðum. Og bætti grape-inu við og jók aprikósuhlutann. Mér finnst sykurinn undantekningarlaust taka bragðið fra ávöxtunum/berjunum ef hann er i jöfnum hlutföllum við ávextina/berjunum. Verður og auk þess ferskara. En það er engin konungleg saga né hrakfallabalkssaga a bak við uppskriftina, bara eitthvað sem undantekningarlaust öllum finnst gott” segir útvarpskonan geðþekka.
— INGVELDUR G — MARMELAÐI — APPELSÍNUR — APRÍKÓSUR —
.
Sítrusapríkósumarmelaði
3 appelsínur
1 sítróna
1 greip
einn poki af þurrkuðum apríkósum eða um 200 g
500 g sykur
Skerið endana af ávöxtunum og hendið, skerið restina af þeim í ekkert of litla bita. Setjið í skál og hellið köldu vatni yfir. Látið liggja í bleyti yfir nótt eða c.a. átta tíma. Hakkið áxextirna og setjið í pott ásamt sykri. Sjóðið allt heila gillimojið í ca 20 mín við meðalhita. Áxextirnir eru misstórir og missúrir þannig að ég smakka maukið áður en ég helli því úr pottinum og bæti við smá sykri ef þurfa þykir.
Þegar öllu þessu er lokið er ávaxtamaukið fært yfir í krukkur. Hreinar og þurrar og allt það.
.
— INGVELDUR G — MARMELAÐI — APPELSÍNUR — APRÍKÓSUR —
–