Hjónabandssæla Gústu
Á ferð okkar um Norðurland bauð Hólmfríður Benediktsdóttir á Húsavík okkur í kaffi. Margt er það sem gleður okkur en fátt eins og heimabakað bakkelsi. Uppskriftin er frá Gústu tengdamóður Hólmfríðar
— HJÓNABANDSSÆLUR — HÚSAVÍK — BAKKELSI —
.
Hjónabandssæla Gústu
2 bollar heilhveiti
2 bollar haframjöl (gróft)
1 bolli púðursykur
200 g smjör (lint)
1/2 tsk salt.
Setjið allt í skál og blandið saman. Skiptið deginu í tvennt. Fletjið annan helminginn úr á ofnskúffu, dreifið rabarbarasultu yfir og myljið loks restina af deiginu yfir með höndunum. Bakið við 180 gráður í 25 mín.
Sæll Albert og feðgar á ferð. Mikið var gaman að fá ykkur í heimsókn. Hér kemur hjónabandssæla Gústu tengdamömmu svona smá löguð í gegnum 43 árin. Hjónabandssælan er vinsæl hjá barnabörnunum. “Amma áttu ekki sælu” segja þau við mig og auðvitað slæ ég í eina sælu og oftast bara í ofnskúffunni og þá tvöföld uppskrift. Ykkar vinkona Hóffý Ben.
— HJÓNABANDSSÆLUR — HÚSAVÍK —
.
— HJÓNABANDSSÆLUR — HÚSAVÍK — BAKKELSI —