Rúsínubollur – mjúkar og góðar
Fátt jafnast á við mjúkar gerbollur nýkomnar úr ofninum. Í morgunverðarhlaðborði hjá Halldóru systur minni voru þessar rjúkandi bollur sem brögðuðust einstaklega vel.
— HALLDÓRA EIRÍKSD — BOLLUR — BRAUÐ —
.
Rúsínubollur – mjúkar og góðar
4 tsk þurrger
4 dl volgt vatn
1,5 tsk salt
1/2 msk hunang
2 egg
3 msk olía
ca 1.3 l. hveiti
1 lúka rúsínur
öllu nema hveiti og rúsínum blandað saman í skál og pískað vel saman helmingur af hveitinu hrært út í og látið hefast í 30 mín síðan er restinni af hveitinu og rúsínur hnoðað uppí passa að það verði ekki of þurrt láta hefast í 1 klukkutíma svo mótaðar bollur penslaðar með mjólk hefast í 30 mín bakað við 175 °c í 20-25 mín fer eftir ofnum
.
— HALLDÓRA EIRÍKSD — BOLLUR — BRAUÐ —
..