Rúsínubollur – mjúkar og góðar

Rúsínubollur - mjúkar og góðar HALLDÓRA EIRÍKSDÓTTIR bollur rúsínur þurrger ger
Rúsínubollur – mjúkar og góðar

Rúsínubollur – mjúkar og góðar

Fátt jafnast á við mjúkar gerbollur nýkomnar úr ofninum. Í morgunverðarhlaðborði hjá Halldóru systur minni voru þessar rjúkandi bollur sem brögðuðust einstaklega vel.

HALLDÓRA EIRÍKSDBOLLURBRAUÐ

.

Rúsínubollur – mjúkar og góðar

4 tsk þurrger

4 dl volgt vatn

1,5 tsk salt

1/2 msk hunang

2 egg

3 msk olía

ca 1.3 l. hveiti

1 lúka rúsínur

öllu nema hveiti og rúsínum blandað saman í skál og pískað vel saman helmingur af hveitinu hrært út í og látið hefast í 30 mín síðan er restinni af hveitinu og rúsínur hnoðað uppí passa að það verði ekki of þurrt láta hefast í 1 klukkutíma svo mótaðar bollur penslaðar með mjólk hefast í 30 mín bakað við 175 °c í 20-25 mín fer eftir ofnum

HalldoraEiriksdottir Bollur

.

HALLDÓRA EIRÍKSDBOLLURBRAUÐ

— RÚSÍNUBOLLUR —

..

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarklúbburinn Albert

Matarklúbburinn Albert. Ekki veit ég hvernig á því stóð að nokkrir tápmiklir ungir menn, sem allir stunduðu nám á sama tíma í Austurríki, stofnuðu matarklúbb nefndu Albert mér til heiðurs. Þetta var á fyrstu árum aldarinnar. Oftast var það þannig að eftir matinn og þegar líða fór á kvöld hringdu þeir í mig, voru þá komnir lítið eitt við skál og báru upp hinar ólíklegustu spurningar.

Matarborgin París – ýmsar gagnlegar upplýsingar

Matarborgin París. Fátt jafnast á við að teyga vorið í París, ganga milli matarmarkaða, veitingastaða og kaffihúsa og njóta þess besta sem matarborgin mikla býður uppá. Almenningsgarðar draga líka að sér sumarlega klætt fólk sem situr í aflappað í grasinu með nesti. París er engu lík, oft nefnd borg elskenda.

Grannvaxnir og samanreknir menn

D.C.Jarvis

Grannvöxnum mönnum er fremur hætt við sjúkdómum á vorin. Þess vegna ættu grannir menn að hafa sérstaka gát á mataræði sínu á vorin. Þeir ættu að gæta þess að sofa nóg og varast ofreynslu.