
Pinacolada hrákaka
Á Akranesi er eina lífrænt vottaða búð landsins: Matarbúr Kaju. Í júní sl opnaði þar á sama stað kaffihúsið Café Kaja (kaffihúsið er í vottunarferli). Á kaffihúsinu eru allir drykkir og meðlæti unnið úr lífrænu hráefni – hvorki meira né minna. Karen tók höfðinglega á móti okkur, sýndi okkur búðina og sagði frá. Á staðnum var einnig blaðamaður frá Skessuhorni sem gerði heimsókninni skil í blaðinu. Endilega gerið ykkur ferð á Café Kaju á Akranesi, sjáið úrvalið í búðinni, fáið ykkur kaffi og gott kaffimeðlæti. Þið sjáið ekki eftir því. Terta dagsins þegar okkur bar að garði var Pinacolada hrákaka – silkimjúk og óskaplega bragðgóð.

Pinacolada hrákaka
Botn
1 b heslihnetur
1 b sólblóma fræ
1 b létt ristaðar kókosflögur
1/8 tsk salt – fleur de sel
20 döðlur mjúkar
Allt sett saman í blender eða matvinnsluvel, þar til það helst saman. Þrýst niður í form geymið í frysti á meðan fyllingin er útbúin.
Fylling
3 b kasjúhnetur lagðar í bleyti í 2 klst
1/2 b agave sírop
1/2 b pálmasykur
3 b kókoskjöt, má vera kókos flögur
1 b kókos vatn
1 1/2 b kókosolía VIGEAN…verður að vera bragðmikill olía brædd í vatnsbaði
2 b ananas
Kasjuhnetur, síróp, sykur, kókos og kókosvatn sett í blender og maukað að þar til það er silkimjúkt. Bætið kókosolíu út i. Skiptið fyllingu í tvennt. Setjið helming í blender og bætið ananas út í. Maukið áfram.
Síðan er þessum 2 fyllingum sett á botninn til skiptis og reynt að mynda munstur. Sett í ísskáp yfir nótt áður en hún er skreytt.
Ofan á:
3 döðlur
50 g ananas
Setjið blender og maukið.
Skreyting:
Kókosflögur, ananasbitar og ananasmaukið.
þessi passar í ca 24cm form má alveg vera minna þá verður kakan bara hærri og flottari og að sjálfsögðu nota ég eingöngu lifrænt
