Auglýsing
Stangað úr tönnum í veislu stanga veisla tannstönglar tannþráður matarboð veitingastaður etiquette mannasiðir
„Er þér og nær að stanga úr tönnum þér rassgarnarenda merarinnar…” ummæli eignuð Skarphéðni Njálssyni.

Stangað úr tönnum í við borðhald. 

Almenna reglan er þessi: Við forðumst að stanga úr tönnum fyrir framan aðra matargesti. Það breytir engu þó haldið sé fyrir með hinni höndinni. Förum á snyrtinguna eða þraukum. Hið sama á við um tannþræði.

🖐

BORÐSIÐIR/KURTEISIGÖMUL RÁÐTANNSTÖNGLAR

🖐

Á veitingastöðum eru aðeins í undantekningartilvikum tannstönglar á borðum. Í formlegu matarboði, þykir vart við hæfi að standa upp og fara á salerni til að stanga úr tönnum. Í óformlegra boði, þætti mörgum smekklegra að fara afsíðis og stanga þar úr. Þarna á sennilega við að maður þarf að meta það hverju sinni, hvers eðlis boðið er sem maður er í. Það er nefnilega ekki mjög smekklegt eða þægilegt að vera með hálfa nautalund eða salathaus á milli framtannanna.

Við forðumst að stanga úr tönnum fyrir framan aðra matargesti. Það breytir engu þó haldið sé fyrir með hinni höndinni. Förum á snyrtinguna eða þraukum. Hið sama á við um tannþræði.

 🖐

STANGAÐ ÚR TÖNNUM — 

🖐

Auglýsing