Hvað gera konur við veskin sín í matarboðum?

Hvað gera konur við veskin sín í matarboðum? Vigdís Anna einarsdóttir Sigurlaug margrét Jónasdóttir etiquette borðsiðir kurteisi veisla veislur
Hvað gera konur við veskin sín í matarboðum?

Hvað gera konur við veskin sín í matarboðum?

Spurningin sem konur hafa spurt sig og aðra að í áratugi. Það er ekkert eitt svar til við því hvað gera skal við kvenveskin meðan á máltíð stendur.

BORÐSIÐIR/KURTEISIKAFFIBOÐVEISLURSIGURLAUG M. JÓNASD

Eitt sinn þótti í lagi að leggja allra minnstu veskin á borðið en það á varla við lengur. Núna leggjum við ekkert á borðið, hvorki síma né annað. Konur með lítil veski leggja þau gjarnan í kjöltuna undir servíettuna.  Ef stólar eru þannig að hægt er að hengja veskin á bakið er það ágæt lausn. Sumar konur eru með þar til gerðan hanka sem þær setja á borðbrúnina og láta veskið hanga undir borðinu – það er líka ágæt lausn. Sum veski eru það fyrirferðarmikil að hvergi er pláss fyrir þau nema á gólfinu, annað hvort undir stólnum eða fyrir framan fæturna. Varist að leggja veskið þannig frá ykkur að þjónar rekist í þau.

Myndin tengist færslunni mjög óbeint, þetta var eina góða myndin sem ég átti þar sem kona heldur á veski 🙂 Konan er Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.

— HVAÐ GERA KONUR VIÐ VESKIN SÍN Í MATARBOÐUM? —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.