Hvað gera konur við veskin sín í matarboðum?
Spurningin sem konur hafa spurt sig og aðra að í áratugi. Það er ekkert eitt svar til við því hvað gera skal við kvenveskin meðan á máltíð stendur.
— BORÐSIÐIR/KURTEISI — KAFFIBOÐ — VEISLUR — SIGURLAUG M. JÓNASD —
.
Eitt sinn þótti í lagi að leggja allra minnstu veskin á borðið en það á varla við lengur. Núna leggjum við ekkert á borðið, hvorki síma né annað. Konur með lítil veski leggja þau gjarnan í kjöltuna undir servíettuna. Ef stólar eru þannig að hægt er að hengja veskin á bakið er það ágæt lausn. Sumar konur eru með þar til gerðan hanka sem þær setja á borðbrúnina og láta veskið hanga undir borðinu – það er líka ágæt lausn. Sum veski eru það fyrirferðarmikil að hvergi er pláss fyrir þau nema á gólfinu, annað hvort undir stólnum eða fyrir framan fæturna. Varist að leggja veskið þannig frá ykkur að þjónar rekist í þau.
Myndin tengist færslunni mjög óbeint, þetta var eina góða myndin sem ég átti þar sem kona heldur á veski 🙂 Konan er Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
—
— BORÐSIÐIR/KURTEISI — KAFFIBOÐ — VEISLUR — SIGURLAUG M. JÓNASD —
— HVAÐ GERA KONUR VIÐ VESKIN SÍN Í MATARBOÐUM? —
—