Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Kjartan, Albert, Diddú, Kristján, Ragna, KRISTJÁN OG RAGNA Hanna og Bergþór laugar reykjadalur rabarbari jarðarber drykkur Raufarhöfn
Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Í gamla daga fór ég stundum með sykurkarið út í rabarbaragarð, kom mér þar makindalega fyrir og sleit upp rabarbarann, tók utan af honum og dýfði í sykurinn og át. Svona eftirá þá var þetta einkennileg blanda, dísætt og gallsúrt. En þetta var nú í þá daga. Þessi svalandi ískaldi drykkur er bragðgóður og mjög fallegur á litinn. Í heimsókn okkar til Kristjáns og Rögnu í Reykjadalnum í sumar fengum við þennan fagurrauða svaladrykk.

DRYKKIRRABARBARIJARÐARBERKRISTJÁN OG RAGNA

.

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

1 kg. rabarbari

1 kg. jarðarber

350 g sykur

1 líter vatn

Setjið rabarbara og jarðarber í pott ásamt sykrinum og vatninu. Sjóðið við vægan hita í 20 mínútur eftir að suðan er komin upp. Hellið síðan öllu úr pottinum í gegnum sigti þannig að safinn fari eingöngu í gegn. Þá er safinn nokkurs konar þykkni og því er gott að bæta köldu vatni við og hella í könnu. Bætið við vatni eftir smekk, hversu mikið bragð hver og einn vill hafa á drykknum. Einnig er gott að bæta við klaka og þá er drykkurinn mjög svalandi ☺

Kjartan, Albert, Diddú, Kristján, Ragna, Hanna og Bergþór.

.

DRYKKIRRABARBARIJARÐARBERKRISTJÁN OG RAGNA

— RABARBARA- OG JARÐARBERJADRYKKUR —

.

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.