Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Kjartan, Albert, Diddú, Kristján, Ragna, KRISTJÁN OG RAGNA Hanna og Bergþór laugar reykjadalur rabarbari jarðarber drykkur Raufarhöfn
Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Í gamla daga fór ég stundum með sykurkarið út í rabarbaragarð, kom mér þar makindalega fyrir og sleit upp rabarbarann, tók utan af honum og dýfði í sykurinn og át. Svona eftirá þá var þetta einkennileg blanda, dísætt og gallsúrt. En þetta var nú í þá daga. Þessi svalandi ískaldi drykkur er bragðgóður og mjög fallegur á litinn. Í heimsókn okkar til Kristjáns og Rögnu í Reykjadalnum í sumar fengum við þennan fagurrauða svaladrykk.

DRYKKIRRABARBARIJARÐARBERKRISTJÁN OG RAGNA

.

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

1 kg. rabarbari

1 kg. jarðarber

350 g sykur

1 líter vatn

Setjið rabarbara og jarðarber í pott ásamt sykrinum og vatninu. Sjóðið við vægan hita í 20 mínútur eftir að suðan er komin upp. Hellið síðan öllu úr pottinum í gegnum sigti þannig að safinn fari eingöngu í gegn. Þá er safinn nokkurs konar þykkni og því er gott að bæta köldu vatni við og hella í könnu. Bætið við vatni eftir smekk, hversu mikið bragð hver og einn vill hafa á drykknum. Einnig er gott að bæta við klaka og þá er drykkurinn mjög svalandi ☺

Kjartan, Albert, Diddú, Kristján, Ragna, Hanna og Bergþór.

.

DRYKKIRRABARBARIJARÐARBERKRISTJÁN OG RAGNA

— RABARBARA- OG JARÐARBERJADRYKKUR —

.

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis. Í þá gömlu góðu daga þegar Sumargleðin fór um landið og skemmti fórum við alltaf í yfirfullt félagsheimilið heima og veltumst þar um af hlátri. Söngkona sveitarinnar Þuríður Sigurðardóttir hló líka alltaf manna hæst og skemmti sér greinilega mjög vel með „köllunum" í Sumargleðinni. Þuríður hefur gert ýmislegt fleira en syngja, verið í fjölmiðlum og flugfreyja svo eitthvað sé nefnt. Um aldamótin lét hún stóra drauminn rætast og lærði myndlist og útskrifaðist úr Listaháskólanum. Auk þess að mála undurfögur listaverk heldur hún námskeið á vinnustofunni sinni. Á dögunum hitti ég Þuríði og nefndi við hana hvort hún vildi vera gestabloggari og baka kannski eina köku og gefa uppskrift að henni. Söngkonan glaðlega hugsar stórt eins og sjá má á myndunum og bakaði ekki bara eina köku - hún hélt glæsilegt kaffisamsæti ásamt eiginmanni sínum Friðriki Friðrikssyni.

Kladdkaka

Kladdkaka

Kladdkaka. Fyrir allar aldir í morgun bönkuðum við Þórhildur uppá hjá afmælisbarni dagsins, Þórhildi Helgu og buðum okkur í afmæliskaffi. Þórhildur bakaði Kladdköku og kom með.

SaveSave