Grískt matarboð – Moussaka og súkkulaðirúlluterta

Tiropitakia - Ostaþríhyrningar Karitas Mitrogogos ræðismaður Grikklands á Íslandi Jón, eggaldin grikkland grískur matur Moussaka Bergþór, Baldur, Rafn, Margrét, Albert. Fremri röð: Páll, Þóra Fríða og Anna Júlíana
Margrét, Albert, Jón, Anna Júlíana, Rafn, Baldur, Páll og Þóra Fríða

Grískt matarboð – Moussaka og súkkulaðirúlluterta

Grískur matur er hnossgæti, a.m.k. í smiðju Önnu Júlíönu Sveinsdóttur. Anna Júlíana og Rafn A. Sigurðsson buðu nokkrum vinum í gríska matarveislu í dásamlegum bústað sínum austur í Holtum. Uppskriftirnar eru frá Karitas systur Rafns, sem býr á Grikklandi, en hún ku vera listakokkur að sögn Önnu Júlíönu. Eitthvað kunna uppskriftirnar að hafa þróast í höndum Önnu Júlíönu og af sinni alkunnu natni og vandvirkni reiddi hún fram lystilegan kvöldverð. Anna er með þessa góðu tilfinningu fyrir jafnvægi í kryddum og hvað fer vel saman.

Anna Júlíana er óperusöngkona, söngkennari og myndlistarkona. Hún hefur sett hverja nemendaóperuna á fætur annarri upp í Tónlistarskóla Kópavogs. Rafn er ræðismaður Grikklands á Íslandi og þau hjónin bæði afar fróð um Grikkland og gríska menningu.

🇬🇷

— GRIKKLANDMOUSSAKAEGGALDINRÆÐISMAÐUR

Aftari röð: Jón, Bergþór, Baldur, Rafn, Margrét, Albert. Fremri röð: Páll, Þóra Fríða og Anna Júlíana

Ætli megi ekki segja að moussaka sem Anna útbjó sé út úr öllu korti, enda mun sendiherra nokkur, grískur, hafi þurft að viðurkenna að moussakan hennar væri betra en hjá mömmu. Lengra verður vart komist í matargerð. Á eftir var grísk súkkulaðirúlluterta, uppistaðan eru egg og súkkulaði. Áður en við settumst við veisluborðið var boðið upp á ostafyllta þríhyrninga, sem kallast Tiropitakia á grísku.

🇬🇷

Moussaka

Moussaka fyrir 20 manns, passlegt í þrjú stór form

3 kg nautahakk
9 eggaldin, skorin í þunnar sneiðar. Saltið þær, látið saltið standa á þeim í um 15 mín til að draga vatnið úr. Þerrið saltið af. Steikið svo á pönnu í olíu og láta í sigti yfir nótt.

Kjötsósan:
Steikið 2 niðursneidda lauka, 2 hvítlaukslauksgeira með hakkinu, tómatpúrru, og 2 dósir af niðursoðnum tómötum, 5 tsk. kanil, salti, pipar, 3 grænmetis súputeningum og niðursneiddri steinselju.

Hvítur jafningur: 2 lítrar af mjólk og hveiti hrært í smjöri með múskati, salti, pipar og parmesan osti.
Raða öllu þessu í eldföstu fötin í eftirfarandi röð:
Neðst brauðmylsna, eggaldin þar yfir, svo kjötið,næst hvíti jafningurinn með parmesan og þetta er gert koll af kolli. Efsta lagið eru svo eggaldinsneiðar með hvíta jafningnum blönduðum með einni eggjarauðu og parmesan ost ofan á. Hitað í 50-60 mín. í 175 gráðu hita.

🇬🇷

Grísk súkkulaðirúlla

Grísk súkkulaðirúlla. Uppskrift frá Karitas Mitrogogos

175 g suðusúkkulaði
6 msk. mjög sterkt kaffi
6 stór egg. Aðskiljið hvítur og rauður
250 g sykur
3 dl rjómi – þeyttur
2-3 tsk. flórsykur
2-3 msk. Coirvoisier Cognac.

Setjið súkkulaði og kaffi í skál og bræðið í vatnsbaði. Þeytið eggjarauður og sykur. Þeytið eggjahvítur. Blandið saman eggjarauðum, eggjahvítum og súkkulaðinu með sleif. Leggið bökunarpappír í ofnskúffu og helldið deginu yfir. Bakið við 175°C í um 20-30 mín. Takið úr ofninum og leggið rakt þurrkustykki yfir, látið bíða í 15 mín. Veltið kökunni við. Smyrjið þeyttum rjóma yfir hana og rúllið upp. Dreifið koníakinu yfir. Leggið filmu yfir þangað til kemur að því að borða kökuna, takið hana af og stráið flórsykri yfir.

Tiropitakia – Ostaþríhyrningar

Tiropitakia – Ostaþríhyrningar

200 g Feta ostur
1 egg
1 msk ólífuolía
2 msk söxuð steinselja
brætt smjör eða ólífuolía

Myljið Fetaostinn milli fingranna og setjið í skál, bætið við eggi, olíu og steinsleju og blandið saman.
Leggið nokkur fílódeigs blöð saman og skerið í 5 cm lengur – sjá mynd að neðan.
Setjið eina teskeið af ostamaukinu neðst á lengjuna og vefjið deiginu upp í þríhyrning. Raðið í ofnskúffu með bökunarpappír. Penslið með bræddu smjöri eða ólífuolíu bakið við 175°í 12-15 mín. eða þar til þær verða gylltar. Berið ostaþríhyrninga fram volga

🇬🇷

Tiropitakia – Ostaþríhyrningar
Anna útbýr ostaþríhyrningana

🇬🇷

— GRIKKLANDMOUSSAKAEGGALDINRÆÐISMAÐUR

— GRÍSKT MATARBOÐ ÖNNU JÚLÍÖNU OG RAFNS —

🇬🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.