Hundasúru- og steinseljupestó

Hundasúru- og steinseljupestó hundasúrur blöndusúrur basil steinselja pestó
Hundasúru- og steinseljupestó

Hundasúru- og steinseljupestó

Á Vísindavefnum kemur fram að hundasúrunafnið sé líklega komið af því að blöðin þóttu ekki eins góð og blöð túnsúrunnar. Hún hafi því verið kennd við hunda í niðrandi merkingu.

Hundasúrur eru góðar og örugglega bráðhollar. Hver man ekki eftir sér úti í náttúrinni étandi hundasúrur út í eitt? Þær má nota í ýmsan mat t.d. salöt, súpur, sósur og bökur. Já og svo útbúa pestó með hundasúrum

PESTÓÍSLENSKT

.

Hundasúru- og steinseljupestó
Hundasúru- og steinseljupestó

Hundasúru- og steinseljupestó

1 b nýtíndar hundasúrur

1 b basil

1 b steinselja

100 g kasjúhnetur, ristaðar á þurri pönnu

2-3 hvítlauksrif

2-2 dl ólífuolía

1 tsk sítrónubörkur

100 g parmesanostur eða fetaostur

svartur pipar

salt (ef þarf)

Maukið hundasúrur, basil, steinselju, heslihnetur, hvítlauk, olíu, sítrónubörk og ost saman í matvinnsluvél þar til blandan er sæmilega slétt. Saltið og piprið eftir smekk.

Hundasúrur blöndusúrur
Hundasúrur
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kakan sem klikkar ekki – einföld, fljótleg og gómsæt

 

Kakan sem klikkar ekki. Já, það er nú það þegar eru annasamir dagar og maður veit að gesta er von og vill gera vel við þá og veit að tími getur verið af skornum skammti. Samvera með góðu fólki er nærandi og mannbætandi.
Best er að geta lagt á borð einum eða jafnvel tveimur dögum áður því það fer ekki neitt og það sparar manni mikinn tíma. Sólveig systir mín bauð í kvöldkaffi og var eldsnögg að útbúa kaffimeðlætið. „Það er skemmtilegt að fá fólk heim og njóta veitinga saman, spjalla og hlæja og muna eftir að njóta líðandi stundar. Hér er einfalt, fljótlegt, gómsætt kaffimeðlæti. Þessi kaka klikkar aldrei og ef við erum fá þá skipti ég pakkanum í tvennt, helminga vatn og olíu en nota 2 egg - Þannig fæ ég 2 kökur úr einum pakka og finnst það ágætis útkoma."

SaveSave

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen – humar, bleikja og flauelsbúðingur

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen - humar, bleikja og flauelsbúðingur. Það er eitthvað svo notalegt að vera boðinn þriggja rétta í hádegismat í hálfkláruðu eldhúsi. Þuríður Ottesen er kona sem kallar ekki allt ömmu sína, hún byggði við húsið sitt og er rétt að koma sér fyrir á nýja staðnum, enn vantaði tengla og bekkjarplatan var ekki uppsett. Vígslan á bakaraofninum fór fram með bleikjunni góðu. Hún er frumkvöðull og athafnakona hin mesta. Margir tengja Þuríði við heilsufyrirtækið Gengur vel. Hádegisveisla sem gefur von um gott vor og enn betra sumar. Verði ykkur að góðu og njótið dagsins

Fyrri færsla
Næsta færsla