Auglýsing
Hundasúru- og steinseljupestó hundasúrur blöndusúrur basil steinselja pestó
Hundasúru- og steinseljupestó

Hundasúru- og steinseljupestó. Á Vísindavefnum kemur fram að hundasúrunafnið sé líklega komið af því að blöðin þóttu ekki eins góð og blöð túnsúrunnar. Hún hafi því verið kennd við hunda í niðrandi merkingu.

Hundasúrur eru góðar og örugglega bráðhollar. Hver man ekki eftir sér úti í náttúrinni étandi hundasúrur út í eitt? Þær má nota í ýmsan mat t.d. salöt, súpur, sósur og bökur. Já og svo útbúa pestó með hundasúrum

Auglýsing

PESTÓÍSLENSKT

Hundasúru- og steinseljupestó
Hundasúru- og steinseljupestó

Hundasúru- og steinseljupestó

1 b nýtíndar hundasúrur

1 b basil

1 b steinselja

100 g kasjúhnetur, ristaðar á þurri pönnu

2-3 hvítlauksrif

2-2 dl ólífuolía

1 tsk sítrónubörkur

100 g parmesanostur eða fetaostur

svartur pipar

salt (ef þarf)

Maukið hundasúrur, basil, steinselju, heslihnetur, hvítlauk, olíu, sítrónubörk og ost saman í matvinnsluvél þar til blandan er sæmilega slétt. Saltið og piprið eftir smekk.

Hundasúrur blöndusúrur
Hundasúrur