
Marengsskál með karamellusósu
Þegar Guðrún Hulda býður í kaffi þá fæ ég mér oft á diskinn og veltist svo út… Karamellusósan er alveg himnesk og passar með ýmsum tertum og eftirréttum. Þó þessi marengsskál Gúddýar fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er…. ja… gaman að vera til 🙂
— GUÐRÚN HULDA — MARENGS — KARAMELLA — DUMLE —
.

Marengsskál með karamellusósu
Púðursykurmarengs
vel af ferskum ávöxtum (jarðarber, vínber blá og vínber græn) – skorin í bita
Snickers, skorið í litla bita
Þristur, skorinn í litla bita
rjómi – þeyttur
Brytjið marengsinn í skál og bætið þeytta rjómanum yfir. Setjið síðan berin og sælgætið yfir og svona er þetta byggt upp í lōgum,eftir því hvað skálin er stór. Svo má auðvitað nota hugmyndaflugið og setja (bláber, brómber, hindber, súkkulaðirúsínur, Mars súkkulaði og fl.)
Dumle-karmellusósa.
15 Dumle karamellur
1 dl rjómi
Hitið rjóma og karamellur í potti og hrærið í svo ekki brenni við. Berið fram með marengsskálinni.
SJÁ EINNIG: MARENGS — KARAMELLA —

.
— MARENGSSKÁL MEÐ KARAMELLUSÓSU —
.