Marengsskál með karamellusósu

Marengsskál, Carola, Gúddý, Guðrún Hulda, Marengs, jarðarber, ávextir
Marengsskál með karamellusósu

Marengsskál með karamellusósu

Þegar Guðrún Hulda býður í kaffi þá fæ ég mér oft á diskinn og veltist svo út… Karamellusósan er alveg himnesk og passar með ýmsum tertum og eftirréttum. Þó þessi marengsskál Gúddýar fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er…. ja… gaman að vera til 🙂

GUÐRÚN HULDA —  MARENGSKARAMELLADUMLE

.

Albert, Gúddý og Carola
Albert og Guðrún Hulda (og Carola í speglinum)

Marengsskál með karamellusósu

Púðursykurmarengs

vel af ferskum ávöxtum (jarðarber, vínber blá og vínber græn) – skorin í bita

Snickers, skorið í litla bita

Þristur, skorinn í litla bita

rjómi – þeyttur

Brytjið marengsinn í skál og bætið þeytta rjómanum yfir. Setjið síðan berin og sælgætið yfir og svona er þetta byggt upp í lōgum,eftir því hvað skálin er stór. Svo má auðvitað nota hugmyndaflugið og setja (bláber, brómber, hindber, súkkulaðirúsínur, Mars súkkulaði og fl.)

Dumle-karmellusósa.

15 Dumle karamellur

1 dl rjómi

Hitið rjóma og karamellur í potti og hrærið í svo ekki brenni við. Berið fram með marengsskálinni.

SJÁ EINNIG: MARENGS — KARAMELLA

Marengsskál Gúddýar
Marengsskál með karamellusósu

.

— MARENGSSKÁL MEÐ KARAMELLUSÓSU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hollustusalat allra tíma – hörkusalat

Hollustusalat allra tíma. Við erum það sem við borðum er stundum sagt. Hollt og gott salat með laxi, bláberjum, avókadó, valhnetum, grænkáli, chia og góðri olíu er eitthvað sem gerir okkur gott - mjög gott. Munum að líkaminn þarfnast fitu, góðrar hollrar fitu. Þar sem olíur innihalda mismikið magn af nauðsynlegum fitusýrum er gott að eiga og nota nokkrar olíutegundir til skiptis frekar en að nota alltaf sömu olíuna. Basískt, fituríkt og litfagurt salat sem á alltaf við.

SaveSave