Dásamleg vanilluterta með hindberjum

Dásamleg vanilluterta með hindberjum. Píanóleikararnir Edda Erlendsdóttir og Peter Máté sáu um síðasta föstudagskaffi í Listaháskólanum - þeim er margt til lista lagt. Dúnmjúk vanillutertan var lofuð í hástert og kláraðist á skammri stundu.
Dásamleg vanilluterta með hindberjum

Dásamleg vanilluterta með hindberjum

Píanóleikararnir Edda Erlendsdóttir og Peter Máté sáu um síðasta föstudagskaffi í Listaháskólanum – þeim er margt til lista lagt. Dúnmjúk vanillutertan var lofuð í hástert og kláraðist á skammri stundu.

Edda segir það atriði að hræra vel og lengi á milli í hvert skipti sem bætt er í efnum, þannig er auðveldara að fá mismunandi lög þ.e. neðsta þétt (eins og flan) næsta aðeins léttara og svo efsta lagið rjómakennt. Prjónnin má vera aðeins blautur efst.

Edda og Peter tóku vel í deila uppskriftunum hér á síðunni. Peter kom með Rabarbara-, bláberja- og sítrónuböku.

EDDA ERLENDSDÓTTIRPETER MÁTÉ — HINDBERKAFFIMEÐLÆTITERTURFÖSTUDAGSKAFFI

.

Dásamleg vanilluterta með hindberjum
Dásamleg vanilluterta með hindberjum

Dásamleg vanilluterta með hindberjum

Fyrir 8:

4 egg

125 g sykur

2 tsk vanillusykur

1 msk vatn

1/2 l mjólk

1 vanillustöng

125 g smjör, brætt

115 g hveiti

1/2 tsk salt

flórsykur til að skreyta

2 b ber, hindber (eða jarðarber).

Hitið mjólkina með vanillustönginni sem búið er að kljúfa í tvennt og skafa innan úr vanillukornin sem fara líka í mjólkina, látið standa minnst 1 klst.

Þeytið vel eggjarauður og sykur, bætið vatni við.

Hitið ofninn í 150°C án blásturs.

Bræðið smjör og kælið svolítið og bætið út í eggjarauður og þeyta góða stund. Hrærið hveiti og salt út í,og þeyta enn nokkrar mínutur. Hellið síðan vanillumjólkinni saman við og hrærið vel.

Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við með handþeytara. Setjið að lokum hindber ( eða aðra ávexti) saman við.

Hellið í kringlótt 24cm djúpt tertuform með bökunarpappír og bakið í 50 mín við 150°C. Í sumum ofnum þarf að hækka upp í 160C eftir 25 mín.

Látið standa og kælið síðan í 2 klst í ísskáp. Kakan er jafnvel enn betri daginn eftir!

Dásamleg vanilluterta með hindberjum
Rabarbara-, bláberja- og sítrónuböku og Dásamleg vanilluterta með hindberjum

.

EDDA ERLENDSDÓTTIRPETER MÁTÉ — HINDBERKAFFIMEÐLÆTITERTURFÖSTUDAGSKAFFI

— DÁSAMLEG VANILLUTERTA MEÐ HINDBERJUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.