Bryggjan brugghús

Bryggjan brugghús. Það er ævintýri líkast að fylgjast með uppbyggingunni á Grandanum í Reykjavík og nú er svo komið að Grandinn er orðinn hluti af miðborginni. Þar sem áður var fiskvinnsla á vegum Bæjarútgerðar Reykjavíkur er nú veitingastaðurinn Bryggjan brugghús, í sama húsi og Sjóminjasafnið. Um þúsund fermetrar að gólffleti og hönnunin ber höfundunum fagurt merki. Gólfið er úr tilsöguðum rekaviði og minnir á skipsdekk. Þá er ýmis tenging við sjóinn og höfnina áberandi á staðnum og hægt að fara út á bryggju og borða þar á góðviðrisdögum eða bara til að anda að sér fersku sjávarloftinu. Þarna er nostrað við allt, allt þaulhugsað og smekklegt.

Fiskréttur dagsins er ávallt ferskasti fiskurinn sem er á boðstólnum þann daginn. Einnig er úrval kjöt- og grænmetisrétta, auk hamborgara og góðra eftirrétta. Eins og nafnið gefur til kynna er þarna einnig brugghús, fjórar tegundir af bjór, hver annarri betri.

Á Bryggjunni brugghúsi er tekið á móti hópum sem vilja kynnast fjölbreyttir bjórmenningu í bjórskóla staðarins.

Bjórsoðin bláskel bragðaðist afar vel, krydduð með chili, fennel, hvítlauk, sítrónu og kóríander.

Þá var humarsalatið einstaklega gott, hárrétt eldaður humarinn ásamt grænu salati og mangó með hvítlauksdressingu bráðnar í munni. Svínahnakki var soðinn í tæpan sólarhring í bjór staðarins, síðan var kjötið rifið niður í taco með grænmeti og sósu.

Skötuselurinn var greinilega nýkominn upp úr sjónum. Sprúðlandi ferskur

Stökkur þorskur með sítrussósu og frönskum kartöflum

Milk of Madagascar. Ganache vanilluús, saltaðar möndlur og karamellupopp. Ísinn sem notaður er í eftirréttina er frá Valdísi, sem er hinum megin við götuna og súkkulaðið er frá nágrönnunum í Omnom.

  Lakkríssúkkulaðimús. Sykraðir hafrar, hindber, súkkulaði, lakkríssósa, lakkríssalt

Bryggjan brugghús. Róandi staður í beinni tengingu við höfnina og hafið. Sérstaðan er góður matur og bjórframleiðsla á staðnum. Kjörinn staður fyrir minni og stærri hópa.

Texti: Albert Eiríksson albert.eiriksson (hjá) gmail.com

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla