Bryggjan brugghús

Bryggjan brugghús

Það er ævintýri líkast að fylgjast með uppbyggingunni á Grandanum í Reykjavík og nú er svo komið að Grandinn er orðinn hluti af miðborginni. Þar sem áður var fiskvinnsla á vegum Bæjarútgerðar Reykjavíkur er nú veitingastaðurinn Bryggjan brugghús, í sama húsi og Sjóminjasafnið. Um þúsund fermetrar að gólffleti og hönnunin ber höfundunum fagurt merki. Gólfið er úr tilsöguðum rekaviði og minnir á skipsdekk. Þá er ýmis tenging við sjóinn og höfnina áberandi á staðnum og hægt að fara út á bryggju og borða þar á góðviðrisdögum eða bara til að anda að sér fersku sjávarloftinu. Þarna er nostrað við allt, allt þaulhugsað og smekklegt.

Fiskréttur dagsins er ávallt ferskasti fiskurinn sem er á boðstólnum þann daginn. Einnig er úrval kjöt- og grænmetisrétta, auk hamborgara og góðra eftirrétta. Eins og nafnið gefur til kynna er þarna einnig brugghús, fjórar tegundir af bjór, hver annarri betri.

Á Bryggjunni brugghúsi er tekið á móti hópum sem vilja kynnast fjölbreyttir bjórmenningu í bjórskóla staðarins.

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Bjórsoðin bláskel bragðaðist afar vel, krydduð með chili, fennel, hvítlauk, sítrónu og kóríander.

Þá var humarsalatið einstaklega gott, hárrétt eldaður humarinn ásamt grænu salati og mangó með hvítlauksdressingu bráðnar í munni. Svínahnakki var soðinn í tæpan sólarhring í bjór staðarins, síðan var kjötið rifið niður í taco með grænmeti og sósu.

Skötuselurinn var greinilega nýkominn upp úr sjónum. Sprúðlandi ferskur

Stökkur þorskur með sítrussósu og frönskum kartöflum

Milk of Madagascar. Ganache vanilluús, saltaðar möndlur og karamellupopp. Ísinn sem notaður er í eftirréttina er frá Valdísi, sem er hinum megin við götuna og súkkulaðið er frá nágrönnunum í Omnom.

  Lakkríssúkkulaðimús. Sykraðir hafrar, hindber, súkkulaði, lakkríssósa, lakkríssalt

Bryggjan brugghús. Róandi staður í beinni tengingu við höfnina og hafið. Sérstaðan er góður matur og bjórframleiðsla á staðnum. Kjörinn staður fyrir minni og stærri hópa.

Texti: Albert Eiríksson albert.eiriksson (hjá) gmail.com

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Köld gúrkusúpa – botnlaus hollusta og fáar hitaeiningar

Köld gúrkusúpa. Köld gúrkusúpan er sumarleg með silkimjúkri áferð. Heitið á súpunni hljómar kannski ekkert sérstaklega vel í fyrstu - hvorki freistandi né sexý. Sjálfur var ég með efasemdir þegar hún var nefnd við mig fyrst, en trúið mér: súpan er gríðarlega góð, svalandi og frískandi. Í henni eru fáar hitaeiningar og alveg botnlaus hollusta. Á heitum sumardegi nennir enginn að stússast inni í eldhúsinu við matargerð.  Útbúið vel af súpunni því fólk á eftir að borða vel af henni á pallinum á hlýjum sumarkvöldum. Gúrkusúpuna má útbúa með góðum fyrirvara, þess vegna deginum áður.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Hríseyjarfiskisúpan góða

 

 

Hríseyjarfiskisúpan góða. Víða um Ísland leynast sælkeraáningastaðir sem vert er að stoppa við, líta inn, svala forvitninni, fá sér að borða eða taka með lítilræði. Aðalsteinn Bergdal einkaleiðsögumaður okkar í Hrísey byrjaði á að fara með okkur til Bigga bakara í Eyjakaffi í Brynjólfshúsi í fiskisúpu.  Þau hjónin ákváðu að breyta sumarhúsi sínu í kaffihús. Þarna sátum við næstum því í fjöruborðinu, borðuðum dásemdar fiskisúpu með þorski í sem veiddur var rúmum klukkutíma áður. Með kaffinu á eftir fengum við okkur tertusneiðar sem bakarameistarinn galdraði fram. Gríðarlegur metnaður í Eyjakaffi vel gert.

Fyrri færsla
Næsta færsla