Salat með andakjöti

Salat með andakjöti andasteik ÖND ANDAKJÖT endur
Salat með andakjöti

Salat með andakjöti

Salat eins og þetta getur auðveldlega verið aðalréttur og þetta hálfa mangó er alveg toppurinn yfir i-ið. Já það er nú fleira matur en feitt kjöt. Æskilegt er að fólk borði meira grænmeti. Mikið grænmeti – minna kjöt 🙂 eða þannig

ENDURSALÖT

.

Salat með andakjöti

1 steikt andalæri, skorið niður

1/3 isbergssalat, saxað gróft

1/2 agúrka, skornar í bita

2 gulrætur, rifnar

ca 1 dl saxað sellerý eða blaðlaukur

1/2 mangó, skorið í bita

5 litlir tómatar

3 linsoðin egg

safi úr 1/2 sítónru

2 msk góð olía

2 msk vatn

ca 2 msk balsamikedik

Blandið saman isbergssalatinu, gulrótum, sellerýi, mangó og tómötum. Blandið saman sítrónusafa, olíu og vatni og hellið yfir. Bætið andakjötinu saman við. hellið ediki yfir og skerið loks eggin í tvennt og setjið efst.

.

ENDURSALÖT

— SALAT MEÐ ANDAKJÖTI —

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum. Satt best að segja hrökk ég við þegar ég sá ólífur í upphaflegu uppskriftinni - 15-20 ólífur. Virkaði svolítið spes, ég var samt ákveðinn í að hafa þær en hætti við á síðustu stundu.

Það þarf ekkert að láta ávaxtatertur eins og þessa bíða lon og don fyrir jólin, vika til tíu dagar í ísskáp er fínn tími. Best er samt að bera hana ekki ískalda fram. Mjög góð kaka

Ferskur grænn drykkur

Grænn drykkur IMG_3194

Ferskur grænn drykkur. Það er frískandi og hollt að drekka nýpressaðan safa úr grænmeti og ávöxtum. Það er nú ekki alveg hægt að segja að það sé regla á þessu hjá okkur. Svona við og við fáum við okkur grænan drykk. Engir tveir drykkir eru þó eins en oftast er vel af engiferi.