Eggjahvítukökur

smákökur jólasmákökur uppáhalds Eggjahvítukökur eggjahvíta kornflex súkkulaði brimnes hulda steinsdóttir smákökur
Eggjahvítukökur

Eggjahvítukökur

Það var nú þannig í minni barnæsku, þegar búið var að baka tíu eða fimmtán tegundir til jólanna, þá rýrnaði innihaldið í sumum kökudunkunum…. Ég játa það hér og nú að það var ég sem var valdur af því að eggjahvítukökurnar voru stundum búnar þegar jólin loks runnu upp. Það var samt vinsælast að laumast í kornflexkökurnar. Mamma sá við okkur og útbjó þær að kvöldi Þorláksmessu 🙂

.

KORNFLEXKÖKUR — VINSÆLUSTU SMÁKÖKURNARSMÁKÖKUREGGJAHVÍTUR — KORNFLEXÞORLÁKSMESSAJÓLIN

.

Eggjahvítukökur

4 eggjahvítur

1 1/3 b sykur

100 g smátt brytjað dökkt súkkulaði

2 b kornflex

2 b kókosmjöl

2 tsk vanilludropar (vanilluextrakt)

smá salt

Stífþeytið eggjavhítur og sykur. Blandið saman kornfLexi, súkkulaði, kókosmjöli og salti í skál og bætið saman við stífþeyttu eggjahvíturnar ásamt vanillu. Bakað 150°C í ca 25 mín

Eggjahvítukökur
Eggjahvítukökur

KORNFLEXKÖKUR — VINSÆLUSTU SMÁKÖKURNARSMÁKÖKUREGGJAHVÍTUR — KORNFLEXÞORLÁKSMESSAJÓLIN

— EGGJAHVÍTUKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Angelina – uppáhalds kaffihúsið í París

Angelina Angelina

Angelina er uppáhalds kaffihúsið mitt í París. Staðsett á Rue de Rivoli 226. Við hliðina á Tuileries garðinum sem er á milli Louvre safnsins og Place de la Concorde. Vildi bara deila þessu með ykkur ef þið eru á leið til Parísar og viljið fara á stórfínt kaffihús.

Haugarfi – arfapestó

Arfapestó Haugarfi Arfapestó - IMG_3869 (1)

Arfapestó! Það er ekki að ástæðulausu sem fólk segir að eitthvað vaxi eins og arfi, hann vex mjög vel. Ég hvet fólk til að rækta arfa, bæði sumar og vetur. Í allan vetur hef ég verið með arfa í potti í eldhússglugganum og núna rækta er hann líka á svölunum. Þið sem eruð með stóran pall ættuð að fá ykkur stóran blómapott og hefja þar arfaræktun - passið að klippa blómin af svo fræin fjúki ekki í beðin....