Apótekið restaurant – jólamatseðill á aðventu

Apótekið – jólamatseðill á aðventu

Apótekið restaurant – jólamatseðill á aðventu

Nú virðast gömlu jólahlaðborðin vera að renna sitt skeið og veitingahús hafa útbúið matseðla þar sem réttirnir eru bornir á borðið. Við brugðum okkur á Apótekið í slíka hádegisveislu og urðum ekki sviknir.

Þetta fór vel af stað með volgu súrdeigsbrauðinu, en nú var búið að bæta í jólalegum, en ávanabindandi efnum; trönuberjum og hvítu súkkulaði . Með brauðinu var hrært smjör. Hreinasta ljúfmeti.

Íslenskt landslag. Nautatartar með stökku, þurrkuðu rúgbrauði undir, reyktum rjómaosti, pikkluðum lauk og edikssnjó yfir. Jólalegt, þjóðlegt, ljúffengt og í fullkomnu jafnvægi. Eftir krókaleiðum reyndum við að fá að vita leyniaðferðina við jólasnjóinn en útsendarinn okkar hafði ekki erindi sem erfiði – leyndó er leyndó 🙂

Apótekið – jólamatseðill á aðventu

Ferskt og einfalt grænmetissalatið var bragðgott með spínati, radísum, tómötum, rauðrófum og stökku berjabrauði og steiktu kínóa, sem gaf skemmtilegt crispy twist.

Apótekið – jólamatseðill á aðventu Apótekið – jólamatseðill á aðventu

Lax og andabringa voru borin saman. Laxinn var bragðmikill, grafinn í te, borinn fram með skallottukremi, dillmæjónesi, hrognum og grilluðum súrdeigsbrauðsþynnum, en andabringan, sem var með nettu grillbragði, ákaflega ljúffeng, með silkimjúku gulrótarkremi og portvínssultu. Ég legg ekki meira á ykkur.

Apótekið – jólamatseðill á aðventu

Kokkarnir eru í ekki neinum vandræðum ef grænmetisætur ber að garði. Það var ekki hent nokkrum salatblöðum á disk, heldur útbjuggu þeir grillaðan aspas með shitake sveppum, rjómaosti og fínlegri dill vinegraitte, rosalega gott!

Apótekið – jólamatseðill á aðventu

Grilluð nautalund var passlega stór, yndislega mjúk en þétt, með himneskri silkimjúkri kaffi-hollandaise sósu, jarðskokka- og hvítsúkkulaði-mauki, steiktum næpum með heslihnetum og sveskjum sem gáfu stökkan og sætmjúkan tón. Algjört gúmmúlaði.

Apótekið – jólamatseðill á aðventu

Grænmetisrétturinn var grillað blómkál með rauðrófum. Hrikalega gott blómkálsmauk batt það saman, en pikklaður laukur og dill setti punktinn yfir i-ið. Það er til marks um flotta kokka, þegar ekkert mál er að svissa yfir í grænmetisrétti sem standast algjörlega samanburð við hefðbundinn matseðil. Þetta eru kokkar sem kunna sitt fag.

Apótekið – jólamatseðill á aðventu

Jólalegur eftirréttur „Jólakúla“ úr epla- og fáfnisgrasfyllingu á kryddkexi, karamelliseraðri hvítsúkkulaðimús undir. Til hliðar var svo ískaldur sítrónusorbet. Snilldarsamsetning.

Apótekið – jólamatseðill á aðventu       Apótekið – jólamatseðill á aðventu

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.