Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Vigdís Másdóttir, Linda Pétursdóttir, Albert, Svanhvít Þórarinsdóttir, Bergþór, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kristín Einarsdóttir Vigdís Másdóttir Blinis með rauðrófumauki reyktur lax rauðrófur rauðrófuhummús kristín einarsdóttir linda pétursdóttir ólöf kolbrún harðardóttir svanhvít þórarinsdóttir
Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis eru litlar ósætar lummur. Ef maður hefur tíma er upplagt að bjóða upp á slíkt áður en gestir setjast til borðs. Hingað komu á dögunum nokkrar elegant konur í síðdegiskaffi fyrir Jólablað Morgunblaðsins. Þegar elegant konur koma við er bara við hæfi að skála í góðu freyðivíni og með því voru blinis með rauðrófumauki og laxi. Óskaplega gott og fagurt.

REYKTUR LAXRAUÐRÓFURLUMMURLAXJÓLIN

.

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis

1/2 b hveiti
1/2 b heilhveiti
1 tsk lyftiduft
salt
2/3 b (soya)mjólk
1 egg
1 msk olía.

Blandið öllu saman og steikið litlar lummur á pönnu. Látið kólna.

Rauðrófumauk

150-200 g soðin rauðrófa
1 ds mascarpone
1 tsk síróp
1 tsk ólífuolía
1/2 tsk sítrónusafi
salt og pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið þangað til er orðið silkimjúkt. Kælið.

Ofan á: Reyktur lax og steinselja.

Sprautið rauðrófumaukinu í hring ofan á bliniskökurnar. Vefjið laxinum upp svo hann myndi rós og setjið ofan í. Skreytið með steinselju.

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi
Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi
Jólaboð Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi Vigdís Linda Albert Svanhvít þórarinsdóttir Bergþór Ólöf Kolbrún Kristín Einarsdóttir
Vigdís Másdóttir, Linda Pétursdóttir, Albert, Svanhvít Þórarinsdóttir, Bergþór, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kristín Einarsdóttir

Uppskriftin birtist í Jólablaði Morgunblaðsins. Með litfögrum bliniskökunum var skálað í rabarbaradrykk og í Mumm Demi-Sec freyðivíni

Blinis
Blinis

Blinis með rauðrófumauki

REYKTUR LAXRAUÐRÓFURLUMMURLAXJÓLIN

— BLINIS MEÐ RAUÐRÓFUMAUKI OG REYKTUM LAXI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri.       Á ferðalagi um landið er áhugavert að stoppa ekki bara í vegasjoppum, þó sjoppur séu ágætar. Viða á minni stöðum er fádæma metnaður í matargerð og oftast matur úr héraði. Með auknum straumi ferðamanna eru fleiri og fleiri staðir opnir allt árið. Verum þakklát fyrir ferðamennina, þeir færa okkur ekki aðeins gjaldeyri, heldur líka fleiri veitingahús, hótel og margt fleira. Einn af þessum metnaðarfullu stöðum við hringveginn er Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Bjart, vingjarnlegt og heimilislegt fjölskyldurekið veitingahús sem vel má mæla með.

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast, en marga vantar þetta mikilvæga steinefni. Á síðustu öld minnkaði magnesíumneyslu um allt að 50% og það er áætlað að aðeins hjá fimmtungi íbúa vesturlanda sé magnesíumforðinn í lagi. Skortur á magnesíum kemur fram í mögum sjúkdómum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum/tönnum, hjartasjúkdómum, mígreni, vöðvakrampar, sársaukafullum tíðablæðingum, og jafnvel sykursýki. Úr 100 grömmum af hráu kakói fáum við 550 mg af magnesíum.

Steinseljupestó

Steinseljupestó. Alltaf er nú gaman að prófa nýjar útgáfur af pestói. Í pestói dagsins er uppistaðan basil og steinselja, kasjúnhetur og sólblómafræ. Steinseljan er meinholl, hún er uppfull af næringarefnum og þekkt fyrir mikið magn C vítamíns. Hún inniheldur hlutfallslega meira C vítamín en appelsínur. Allt er það vænt sem vel er grænt.