Hvað ef við finnum bein eða annað óæskilegt upp í okkur í matarboði?

Hvað ef við finnum bein eða annað óæskilegt upp í okkur í matarboði? Fluga í súpunni þjónar borðsiðir kurteisi mannasiðir veislur matur veisla etiquette
Prúðbúnir matargestir

Hvað ef við finnum bein eða annað óæskilegt upp í okkur í matarboði?

Ef við finnum bein eða eitthvað hart upp í okkur sem ekki er hægt að tyggja, hár eða annað, er auðveldast að taka pent út úr sér milli þumalfingurs og vísifingurs og leggja pent á diskbrúnina. Ef hægt er má bera servíettuna að munninum og taka „hið ósækilega” með henni.

Einnig má halda gafflinum þvert fyrir framan munninn og lauma beininu fram með tungunni. Þetta er ekki mikill vandi, en þarf smá æfingu. Aðalatriðið er að láta lítið bera á og allra síst að kvarta, sérstaklega ef maður er með gestgjafa, í heimahúsum eða einhver hefur boðið manni út að borða.

Það getur verið erfitt að láta t.d. ólífustein tolla á gafflinum eða á hnífsoddi og líkur á að hann detti á diskinn eða á borðið. Þið getið reynt að færa ólífustein þannig úr munninum á hnífsoddinn eftir að hafa borðað utan af honum….

Niðurstaðan er að velja þá aðferð sem hentar best í hvert skipti. 

Við ættum að forðast að koma með tyggjó í matarboð, frekar óheppilegt þegar allir eru sestir til borðs ef við munum þá allt í einu eftir því að við erum enn með tyggjóið. Fyrir alla muni setjið það hvorki á diskbrúnina, undir borðið né undir stólinn

En ef maður finnur hina klassísku flugu eða hár í súpunni. Þá lætur maður þjóninn vita, án þess að gera úr því heilan leikþátt. Í langflestum tilfellum er um að ræða mannleg mistök sem öllum þykir mjög miður. Ef ekki, ættum við kannski að velja veitingastaði einhvern veginn öðruvísi en hingað til.

BORÐSIÐIRHNÍFAPÖRSKÁLAÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.