Hvað ef við finnum bein eða annað óæskilegt upp í okkur í matarboði?

Hvað ef við finnum bein eða annað óæskilegt upp í okkur í matarboði? Fluga í súpunni þjónar borðsiðir kurteisi mannasiðir veislur matur veisla etiquette
Prúðbúnir matargestir

Hvað ef við finnum bein eða annað óæskilegt upp í okkur í matarboði?

Ef við finnum bein eða eitthvað hart upp í okkur sem ekki er hægt að tyggja, hár eða annað, er auðveldast að taka pent út úr sér milli þumalfingurs og vísifingurs og leggja pent á diskbrúnina. Ef hægt er má bera servíettuna að munninum og taka „hið ósækilega” með henni.

Einnig má halda gafflinum þvert fyrir framan munninn og lauma beininu fram með tungunni. Þetta er ekki mikill vandi, en þarf smá æfingu. Aðalatriðið er að láta lítið bera á og allra síst að kvarta, sérstaklega ef maður er með gestgjafa, í heimahúsum eða einhver hefur boðið manni út að borða.

Það getur verið erfitt að láta t.d. ólífustein tolla á gafflinum eða á hnífsoddi og líkur á að hann detti á diskinn eða á borðið. Þið getið reynt að færa ólífustein þannig úr munninum á hnífsoddinn eftir að hafa borðað utan af honum….

Niðurstaðan er að velja þá aðferð sem hentar best í hvert skipti. 

Við ættum að forðast að koma með tyggjó í matarboð, frekar óheppilegt þegar allir eru sestir til borðs ef við munum þá allt í einu eftir því að við erum enn með tyggjóið. Fyrir alla muni setjið það hvorki á diskbrúnina, undir borðið né undir stólinn

En ef maður finnur hina klassísku flugu eða hár í súpunni. Þá lætur maður þjóninn vita, án þess að gera úr því heilan leikþátt. Í langflestum tilfellum er um að ræða mannleg mistök sem öllum þykir mjög miður. Ef ekki, ættum við kannski að velja veitingastaði einhvern veginn öðruvísi en hingað til.

BORÐSIÐIRHNÍFAPÖRSKÁLAÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mannasiðir eru inni – tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn

Mannasiðir eru inni - tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn. Mannasiðir eru inni í dag. Fólk þarf að kunna sig, geta heilsað þegar það kemur inn í búð, haldið sómasamlega á hnífi og gaffli, kynnt sig í síma og verið það skýrmælt að aðrir skilji hvað það er að segja. Þar með eru leifarnar af sextíuogátta-kynslóðinni gufaðar upp; Þessari kynslóð sem vildi lykta af sjálfsætði og tuða eitthvað ofan í bringuna á sér.

Snyrtimennskufyrirlestur

Snyrtimennskufyrirlestur. Fékk þá ögrandi áskorun að tala um snyrtimennsku við Round Table pilta. Farið var mjög vítt um snyrtimennsku auk þess spjallað um kurteisi, borðsiði, mannasiði og fleira. Þó snyrtimennska sé mun meiri en var á árum áður, þá er eitt og annað sem þarf að ræða reglulega og ýmislegt breytist með árunum. Eðlilega vakna ýmsar spurningar hjá jafn líflegum hópi: Finnst okkur í lagi að Þjóðverjar snýti sér við matarborðið? Hversu lengi á handaband að standa? Eiga karlmenn að fara í hand- og fótsnyrtingu? Er í lagi að bora í nefið í bílnum? Kyssum við á kynnina við fyrstu kynni? Svo var talað um skóburstun, andremmu, óhreina sokka, hálstau, fatnað, táfýlu, aðferðir til að bæta hjónalífið og líkamshár svo eitthvað sé nefnt. Einstaklega líflegur hópur og líflegar umræður.